Er að senda VG skilaboð

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor.
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. mbl.is/Ómar

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í dag, að með því að birta í gær greinargerðir Seðlabankans og efnahagsráðuneytisins væri Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, væri að senda Vinstri grænum skilaboð um að fallist þeir ekki á afgreiðslu Icesave-málsins geti það riðið ríkisstjórnarsamstarfinu að fullu. 

Í tilkynningu forsætisráðuneytisins í gær kom fram það mat, að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar á íslenskt efnahagslíf yrði  frekari töf á endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Gunnar Helgi sagði athyglisvert, að  forsætisráðuneytið hefði sent út tilkynninguna ásamt greinargerðunum tveimur að seðlabankastjóra forspurðum. Þá veki einnig athygli að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi ekki verið látinn vita. Jóhanna og Steingrímur hafi hingað til staðið saman gagnvart fjölmiðlum í stærri málum ríkisstjórnarnar og kynnt þau í sameiningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert