Orkudrykkirnir nú bannaðir unglingum

„Við höfum áhyggjur af neyslu orkudrykkjanna enda geta áhrifin verið mjög skaðleg sé þeirra neytt í óhófi. Við höfum því ákveðið að banna alla notkun þeirra í félagsmiðstöðvum og á viðburðum á okkar vegum,“ segir Arna Margrét Erlingsdóttir, verkefnisstjóri tómstundamála hjá Kópavogsbæ.

Á fyrsta sameiginlega viðburði félagsmiðstöðvanna þar í bæ nú í haust sást í umferð ný tegund orkudrykkja. Um er að ræða svonefnd Burn orkuskot sem fást í litlum glösum, en í þeim eru 5,5 g af sykri og 80 mg af koffíni.

Neysla má ekki fara yfir leyfilegan dagskammt en í einu tilviki varð starfsfólk félagsmiðstöðvanna í Kópavogi vart við að neyslan var orðin þrefalt meiri en ráðlegt hámark segir til um.

„Við slíkar aðstæður geta áhrifin verið mjög skaðleg; ör hjartsláttur, ógleði og ójafnvægi,“ segir Arna og bætir við að allir hafi verið sammála um að banna neysluna jafnframt því að upplýsa foreldra um hætturnar.

Önnur tegund af orkuskotum, RedFin Engergy, hefur verið í umferð og þykir ekki síður hættuleg.

Frá félagsmiðstöðvunum Kringlumýri og Kampi í Reykjavík hafa verið send út varnaðarorð vegna þess hve mikið koffíninnihaldið er þar sem einnig er vakin athygli á að dreifendur vörunnar hafi límt miða yfir innihaldslýsingu.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »