„Enn í hálfgerðu sjokki“

Þórdís Lilja Gísladóttir.
Þórdís Lilja Gísladóttir. Ómar Óskarsson

„Þetta er alveg stórkostlegt og ég er enn í hálfgerðu sjokki að hafa hlotið þetta,“ segir frjálsíþróttakonan Þórdís Lilja Gísladóttir sem um næstu helgi tekur á móti sérstakri viðurkenningu frá Evrópska frjálsíþróttasambandinu í Búdapest.

Viðurkenninguna fær Þórdís fyrir einstakt framlag sitt til frjálsíþrótta og nefnist upp á enska tungu The European Athletics Women's Leadership Award. Þetta er í fyrsta skipti sem hún er veitt en frjálsíþróttasambandið vill vekja athygli á starfi kvenna innan frjálsíþrótta í Evrópu. Þórdís bendir á að þrátt fyrir að kynjahlutföll keppenda séu því sem næst jöfn séu ekki nema örfá prósent kvenna í nefndum og stjórnum hjá alþjóðasambandinu og ólympíuhreyfingunni.

Þórdís segir Ísland standa framar en fjölmörg önnur lönd þegar kemur að hlutfalli kvenna í nefndum og viðurkenningin verði hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. „Ég tek við þessari viðurkenningu fyrir hönd allra þeirra kvenna sem lagt hafa sitt af mörkum,“ segir hún.

Aldamótahópur afreka

Mikið verður gert úr afhendingu viðurkenningarinnar í athöfn sambandsins í Búdapest á laugardag. Á sama tíma verða veittar aðrar viðurkenningar til frjálsíþróttafólks, s.s. fyrir bestan árangur. En á meðan þeir sigurvegarar taka aðeins á móti sínum verðlaunum flytur Þórdís ræðu, s.s. um það hvernig hægt sé að auka hlut kvenna.

Þórdís hóf snemma að æfa og keppa í frjálsum íþróttum. Hún var í íslenska landsliðinu til 25 ára og fyrirliði þess í 15 ár. Hún keppti á tvennum Ólympíuleikum, sex heimsmeistaramótum, einu Evrópumeistaramóti utanhúss og tvisvar innanhúss.

Frá því hún hætti að keppa hefur hún unnið ötullega að framgangi frjálsra íþrótta, sér í lagi í grasrótarstarfi. Undanfarin 15 ár hefur hún ásamt eiginmanni sínum, Þráni Hafsteinssyni, starfað hjá ÍR. Þau bjuggu m.a. til nýtt þjálfunarkerfi fyrir ungmenni og var það tekið í notkun árið 2000. Í ár vann svo ÍR bikarkeppnina og var uppistaðan í sigurhópnum krakkarnir sem byrjuðu að æfa upp úr aldamótum. Jafnframt er Þórdís sviðsstjóri í íþróttafræði við kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík.

S&S

Hvernig var valið?

Frjálsíþróttasamband Evrópu óskaði eftir því við aðildarsambönd sín að þau sendu tilnefningar. Aðildarsamböndin eru fimmtíu talsins og samkeppnin því hörð.

Frjálsíþróttasamband Íslands óskaði sjálft eftir tilnefningum og var Þórdís valin úr hópi tíu kvenna í byrjun september síðastliðins.

Hringt var í Þórdísi í síðustu viku og hún fyrst spurð hvort hún gæti verið viðstödd athöfnina í Búdapest þar sem hún væri á meðal fimm kvenna sem kæmi til greina að verðlauna. Þegar ekki var víst að Þórdís gæti verið viðstödd var henni tjáð að hún þyrfti eiginlega að mæta. Hún hefði orðið hlutskörpust.

Hvert er markmiðið?

Eitt markmiða með þessari viðurkenningu er að vekja athygli á hinu mikilvæga framlagi almennra kvenleiðtoga innan hreyfingarinnar.

Í hverju keppti Þórdís?

Þórdís byrjaði snemma að æfa og keppa í frjálsum íþróttum. Hún á t.a.m. enn Íslandsmetið í hástökki kvenna utanhúss. Keppti tvisvar á Ólympíuleikum, fyrst árið 1976 í Montreal í Kanada, þá aðeins 16 ára gömul.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Töluvert um hálkuslys

17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »

Arnaldur skipaður héraðsdómari

16:10 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Arnald Hjartarson, aðstoðarmann dómara við EFTA dómstólinn, í embætti héraðsdómara sem hafa mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Meira »

Tekinn á 151 km/klst

15:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra kærði um helgina 101 ökumann fyrir of hraðan akstri. Sá sem ók hraðast var mældur á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Alls hafa verið kærð það sem af er þessu ári 466 umferðalagabrot í umdæminu, þar af 392 mál vegna hraðaksturs. Meira »

Taka ekki til kynjasjónarmiða

15:20 Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið þó svo að legið hafi fyrir bæði þingsályktun frá 1992 og tillögur sérstakrar nefndar sem skipuð var 1996 til þess að auka hlut kvenna í íþróttum. Meira »

„Ekki merki um kvikuhreyfingar“

14:54 Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið yfir frá því í lok janúar er staðsett sunnarlega í eldstöðvakerfinu Nafir og því hefur verið fylgst vel með kvikuhreyfingum í tengslum við jarðskjálftanna. Engin merki eru þó um slíkar hreyfingar að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings. Meira »

Lögreglan vill fá Sunnu heim

15:44 „Réttarbeiðnin gengur út á það að við tökum yfir rannsókn þessa máls, vegna þess að það er ekki í samræmi við mannréttindasáttmála að sömu atvik séu rannsökuð á tveimur stöðum í einu,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn um rannsókn fíkniefnamáls sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Meira »

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

15:15 Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar. Meira »

Tengist frekar flekahreyfingum en kvikuhreyfingum

14:05 Upptök stóru jarðskjálftanna sem urðu við Grímsey í morgun voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, og á 10 km dýpi. Þar eru skjálftahrinur algengar. Hrinur af svipaðri stærð og þessi urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...