Kemur með grænlenskan togara til hafnar í kvöld

Grænlenski togarinn Qavak sést úr glugga varðskipsins Ægis.
Grænlenski togarinn Qavak sést úr glugga varðskipsins Ægis. mynd/Landhelgisgæslan

Áætlað er að varðskipið Ægir komi með grænlenskan togara til hafnar í Reykjavík í kvöld um klukkan 20. Togarinn varð vélarvana í gærmorgun um 200 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.

Að sögn Landhelgisgæslunnar hefur Ægir fengið góðan meðvind á leiðinni og eru skipin mun fyrr á ferðinni  en áætlað var. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert