Aukið álag hjá lögfræðingum

Bankahrunið hefur haft afgerandi áhrif hjá lögmönnum sem margir vinna …
Bankahrunið hefur haft afgerandi áhrif hjá lögmönnum sem margir vinna nú lengri vinnudag mbl.is/Brynjar Gauti

Bankahrunið hefur haft afgerandi áhrif hjá lögmönnum sem margir vinna nú lengri vinnudag, undir meira álagi og fyrir minni laun en áður. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal félagsmanna Lögmannafélags Íslands og er birt í nýjasta hefti Lögmannablaðsins.

Efnahagshrunið hefur haft áhrif á starfsumhverfi ríflega 56% lögmanna, samkvæmt könnuninni. Alls 66% innanhúslögmanna, þeirra sem starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum, hafa þurft að kenna á hruninu en aðeins helmingur þeirra sem vinna hjá málflutningsstofum. Helmingur innanhúslögmanna hefur lækkað í launum.

Alls 482 lögmenn tóku þátt í könnun Lögmannafélagsins, þar af 239 sem störfuðu á lögmannsstofum. Um fjórðungur þeirra sagði starf sitt hafa breyst, 19% sögðu vinnustundum hafa fjölgað og fjórðungur að álag væri meira. Hjá 17% lögmanna hafa laun lækkað en 6% bera meira úr býtum nú en fyrir bankahrunið.

„Hjá þeim sem starfa á lögmannsstofum er mikið að gera, þó verr gangi að fá greitt en áður. Hvað umsvifin á stofunum haldast fylgir öðru í þjóðfélaginu,“ segir Borgar Þór Einarsson ritstjóri Lögmannablaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »