Svör við ESB-spurningum að verða tilbúin

Svör við 2500 spurningum Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar Íslands, verða tilbúin á föstudaginn og verða þá til Brussel til yfirlestrar.  Fram kom í fréttum Útvarpsins að sérstakur starfshópur utanríkismálanefndar Alþingis fari nú yfir svörin.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður starfshópsins og sagði hún að ekki væri búið að ganga frá endanlegum svörum og því sé hægt að fara yfir og endurskoða svörin fram í miðjan nóvember. Síðan verði útbúið álit sem fari til ráðherraráðsins Evrópusambandsins í desember gangi allt að óskum.

Utanríkisráðherra mun skipa samninganefnd Íslands í samráði við starfshópinn, væntanlea síðar í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert