Daníel í stað Magnúsar í bankaráð Seðlabankans

mbl.is/Ómar

Daníel Gros hagfræðingur hefur verið kosinn í bankaráð Seðlabanka Íslands í stað Magnúsar Árna Skúlasonar. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, gerði athugasemd við kjörið og sagði það enn bundið á flokksklafa, sagði tækifæri nú fyrir Alþingi að láta rannsaka starfsemi Seðlabankans.

Vildi Þór vita hvað fulltrúi Framsóknarflokksins ætlaði að gera fyrir almenning. Mótmælti kjörinu og óskaði eftir því að því yrði frestað. Þetta er eins og kokteilboð," sagði Þór. En kosningin gekk engu að síður fram.

Í fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum kemur fram að Daniel Gros sé framkvæmdastjóri hugveitunnar Centre for European Policy Studies (CEPS).
„Daniel Gros er doktor í hagfræði og þekktur fyrir ráðgjöf sína á sviði efnahagsmála, m.a. var hann helsti ráðgjafi ríkisstjórnar Svartfjallalands á sínum tíma við einhliða upptöku evru sem gjaldmiðils þjóðarinnar. Daniel hefur sérhæft sig í rannsóknum á sviðum sem snerta peningamálastefnur, fjármálastöðugleika og hagstjórn," að því er segir í tilkynningu frá framsóknarmönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina