Séra Gunnar hyggst hafa boðskap biskups að engu

Sr. Gunnar Björnsson
Sr. Gunnar Björnsson mbl.is

„Ég er staðráðinn í því að hafa boðskap biskupsins að engu,“ segir séra Gunnar Björnsson úr embætti sóknarprests á Selfossi, þegar leitað var viðbragða hans við þeirri ákvörðun Karl Sigurbjörnssonar biskups að flytja Gunnar úr embætti sóknarprests á Selfossi í embætti sérþjónustuprests við Biskupsstofu. 

Í tilkynningu frá Biskupsstofu fyrr í dag kom fram að ákvörðunin taki gildi frá og með deginum í dag og að sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson muni gegna embætti sóknarprests á Selfossi þar til nýr prestur verður valinn.

„Tilraun hans [biskups] til þess að flytja mig til í embætti er lögbrot í ljósi Hæstaréttardóms frá 19. mars. Bréf sem ég móttók í gær hef ég endursent biskupi, en í því var enginn löggerningur framinn heldur aðeins vangaveltur um mismunandi hugmyndir biskups og meðreiðafólks hans,“  sagði Gunnar í samtali við blaðamann mbl.is og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. 

Gunnari var vikið tímabundið frá embættið fyrir um hálfu öðru ári vegna gruns um kynferðisafbrot en var sýknaður af ákærum bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Eftir að dómstólar höfðu kveðið upp úrskurð sinn fór málið til úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar sem hafnaði kröfu sóknarnefndar Selfosskirkju um að séra Gunnar Björnsson fengi ekki að gegna starfi sóknarprests. Úrskurðarnefndin taldi að Gunnar hafi gerst sekur um siðferðisbrot en ekki agabrot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert