Ferðaskilríkin voru fölsuð

Litháenska konan, sem kom til landsins sl. föstudag.
Litháenska konan, sem kom til landsins sl. föstudag.

Rannsókn hefur leitt í ljós að ferðaskilríki, sem litháensk kona framvísaði við komu til Íslands sl. föstudag, eru fölsuð og í dag gaf konan upp nafn og persónupplýsingar sem þarf að fá staðfestar frá yfirvöldum í heimalandi hennar. Konan er nú í  umsjá lögreglu.

Um er að ræða konu, sem lögreglu grunar að hafi verið flutt til landsins sem fórnarlamb mansals. Þrír landar hennar voru handteknir á þriðjudag, grunaðir um að tengjast ætluðu mansali. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til dagsins í dag og var gæsluvarðhaldið síðan framlengt í dag til miðvikudags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert