Bos: Á von á jákvæðum viðbrögðum AGS

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands
Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands Reuters

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bos, á ekki von á öðru en að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn taki vel í að greiða út næstu greiðslu til Íslendinga eftir að búið er að skrifa undir nýtt samkomulag um Icesave. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir Bos, samkvæmt frétt á vef bandaríska dagblaðsins New York Times í dag.

„Ég á von á jákvæðum skilaboðum frá Washington í dag," sagði Bos aðspurður á blaðamannafundi í Hollandi í dag.  

Frétt NYT

mbl.is