Lán AGS tilbúið í lok október

Franek Roswadowsky og Mark Flanagan, starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Franek Roswadowsky og Mark Flanagan, starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. mbl.is/Eggert

Mark Flanagan, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í málefnum Íslands, segir að Ísland muni fá aðgang að öðrum hluta af lánafyrirgreiðslu sjóðsins upp á 168 milljónir Bandaríkjadala, 20,6 milljarða króna, í lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Flanagan sendi frá sér í Washington.

Flanagan segir í yfirlýsingunni, að tafir hafi orðið á útfærslu málsins, en þær tafir endurspegli það pólitíska neyðarástand sem hafi skapast á Íslandi og kosningar sem haldnar voru í apríl.  Jafnframt hafi Íslendingum gengi erfiðlega að ná samkomulagi við alla lánardrottna, sem hafi gert mönnum erfitt fyrir að tryggja fjármögnun lánsins frá viðkomandi ríkjum.

Hann tekur hins vegar fram að búið sé að leysa þessi mál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert