Bílalán stóra vandamálið

Bílalán hafa reynst mörgum erfið.
Bílalán hafa reynst mörgum erfið. mbl.is/Golli

Fjárhagsvandi er algengasta ástæða hjónaskilnaða, sagði Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimila er hún lýsti á ársfundi ASÍ upplifun starfsfólks Ráðgjafarstofunnar á hverjum degi þegar það aðstoðar fólk sem á í gríðarlegum fjárhagsvandræðum.

Greiðsluerfiðleikar vegna bíla- og neyslulána eru áberandi í þeim vanda sem margir glíma við. ,,Bílalánin eru stóra vandamálið,“ sagði Ásta.  Frá bankahruninu hefur Ráðgjafarstofan afgreitt 1.600 mál, þar af 1.208 mál frá áramótum. Einstæðar mæður eru fjölmennar í hópi þeirra sem leita ráðgjafar en flestir eru á aldrinum 30 til 50 ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert