Kristján í starfi forsætisráðherra í fjarveru Jóhönnu

Kristján Möller.
Kristján Möller. Friðrik Tryggvason

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra eru bæði stödd í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, gegnir í dag starfi forsætisráðherra í fjarveru Jóhönnu.

Steingrímur er væntanlegur til landsins í kvöld og tekur hann þá við skyldum forsætisráðherra af Kristjáni þar til Jóhanna snýr aftur á fimmtudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert