„Amma þetta er allt mér að kenna"

„Amma þetta er allt mér að kenna," sagði dóttir hjónanna sem handtekin voru í tengslum við mansalsmálið svokallaða í síðustu viku. Konan segir að sér svíði það sárast að lögreglan hafi ekki gert ráðstafanir svo börnin yrðu ekki vitni að handtökunni.

Hún segist ekki skilja hvers vegna hún eða maður hennar hafi verið dregin inn í málið.

Nánar verður fjallað um málið í fréttum MBL og SkjásEins klukkan 18:50 í kvöld og í endursýningu kl. 21:50.

mbl.is

Bloggað um fréttina