Stríðsdans í sláturhúsinu

Það má búast við lífi og fjöri í lokahófi sláturvertíðarinnar hjá Sláturfélagi Suðurlands sem haldið verður á föstudag. Þá kveðja fastráðnir starfsmenn félaga sína sem hafa staðið við hlið þeirra við slátrunina í haust, bæði um 50 lausráðna starfsmenn sem búsettir eru hér á landi en einnig 30 pólska og 8 nýsjálenska farandverkamenn. Margir þeirra koma ár eftir ár hingað til lands til að slátra íslensku fé, og verka það eftir kúnstarinnar reglum.  

Nýsjálensku verkamennirnir setja ekki fyrir sig að þurfa að leggja upp í um 30 tíma ferðalag til að sinna starfinu hér en þegar því er lokið hverfa þeir til vinnu sinnar í sláturhúsum hinum megin á hnettinum.

En áður en þeir fara taka þeir sporið að hætti frumbyggja á íslensku sveitaballi austan heiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina