Viljayfirlýsing um nýjan Landspítala undirrituð

Skrifað var í dag undir viljayfirlýsingu um að hefja undirbúning að fjármögnun, útboði og framkvæmdum við nýbyggingu Landspítalans. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist síðari hluta árs 2011 og standi til 2016 en strax á næsta ári til störf fyrir arkítekta, verkfræðinga og fleiri.

Heildarkostnaður er áætlaður 33 milljarðar króna og vinnuaflsþörfin 2644 ársverk.  Þar við bætist áætlaður kostnaður við ýmsan búnað spítalans, 7 milljarðar króna, og kostnaður við endurbyggingu eldra húsnæðis, um 11 milljarðar króna.

Ráðgert er að nýbyggingin verði alls 66.000 fermetrar í þremur meginhlutum: bráðakjarna með bráðamóttöku, myndgreiningu, gjörgæslu og skurðstofum, legudeildum með 180 rúmum sem öll eru í einbýli, sjúklingahóteli með 80 herbergjum.

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu viljayfirlýsinga auk fulltrúa 20 lífeyrissjóða en gert er ráð fyrir því að sjóðirnir komi að fjármögnun verkefnisins. Þessir lífeyrissjóðir eru með 83% af heildareignum lífeyriskerfisins. Aðkoma lífeyrissjóðanna er þó háð því að arðsemi og áhætta verði viðunandi. 

Stefnt er að því að sameina starfsemi Landspítala við Hringbraut og leggja jafnframt af spítalarekstur í Fossvogi. Sérfræðingar tveggja norskra hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækja komust að þeirri niðurstöðu í skýrslu í apríl 2009 að hagkvæmast væri að sameina rekstur Landspítala með nýbyggingum við Hringbraut. Fyrsti áfangi verkefnisins myndi skila strax 6% sparnaði í rekstri spítalans eða sem svarar til ríflega tveggja milljarða króna á ári.

Fulltrúar stjórnvalda og lífeyrissjóða undirrituðu viljayfirlýsinguna í dag.
Fulltrúar stjórnvalda og lífeyrissjóða undirrituðu viljayfirlýsinguna í dag. mbl.is/Golli
Líkan af nýjum Landspítala
Líkan af nýjum Landspítala
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert