Dýrt næturævintýri Íslendings í Sviss

Svissneskir fjölmiðlar segja frá því að Íslendingur hafi  fengið  milljóna króna greiðslukortareikning eftir nokkurra klukkustunda dvöl í rauða hverfinu í Zürich. Málið kom til kasta lögreglu og dómstóla sem felldu í vikunni dóm og vísuðu bótakröfu Íslendingsins frá en dæmdu eiganda skemmtistaðar fyrir ýmis brot.

Fram kemur á svissneska fréttavefnum 20 Minuten Online, að um hafi verið að ræða fulltrúa Knattspyrnusambands Íslands, sem hafi m.a. notað greiðslukort sambandsins. Knattspyrnusambandið staðfesti við mbl.is í dag, að starfsmaður þess hefði fyrir  5 árum lent í því að teknar voru jafnvirði 3,5 milljóna króna á þáverandi gengi út af tveimur kreditkortum sem hann var með, annars vegar af persónulegu korti hans og hins vegar af kreditkorti í eigu Knattspyrnusambands Íslands án hans samþykkis.

KSÍ hafi hins vegar ekki beðið neinn skaða af málinu og starfsmaðurinn hafi  sótt málið sem persónulegt mál enda ljóst að hann hafi orðið fórnarlamb skipulagðrar glæpastarfsemi og hafi þegar fengið bætur frá hluta þeirra aðila.

20 Minuten Online segir, að Íslendingurinn hafi heimsótt nokkra næturklúbba, síðast staðinn Moulin Rouge þar sem kampavínið flóði. Daginn eftir hafi Íslendingurinn uppgötvað að úttektir á kortunum námu 67 þúsund svissneskum frönkum, þar af um 58 þúsund frönkum í Moulin Rouge. 30 þúsund frankar fóru á endasprettinum milli klukkan 4:30 og 6:40. Um er að ræða 8 milljónir króna á núverandi gengi.

Maðurinn kærði til lögreglu og taldi ljóst að vel hefði verið smurt á reikningana. 20 Minuten Online segir, að saksóknari í Zürich hafi í kjölfarið hafið rannsókn á 42 ára gömlum Tyrkja, sem þá rak Moulin Rouge og framkomu hans gagnvart Íslendingnum. Að auki beindist rannsóknin að frekari afbrotum. Kom í ljós að Tyrkinn hafði dregið sér kvartmilljón franka úr hirslum Moulin Rouge til að fjármagn lífstíl sinn. Þessi þriggja barna fjölskyldufaðir hefði haldið úti fjölda rússneskra vinkvenna og ekið um á lúxuskerru.

Svissneska ákæruvaldið krafðist á fyrir rétti í síðustu viku að Tyrkinn yrði dæmdur í 30 mánaða fangelsi og settur í starfsbann í tvö ár, en nú rekur hann annan klúbb í Zürich. Þá þótti ákæruvaldinu ljóst, að lög hefðu verið brotin á Íslendingnum. Dómarinn sýknaði Tyrkjann hins vegar af ákæru fyrir okur og fjallaði ekki einu sinni um kröfur Íslendingsins um bætur. Sagði dómarinn m.a. að enginn ætti að furða sig á því, eftir freyðandi kampavínspartý í Zürich, að reikningurinn hafi verið vel kryddaður.

Rétturinn hafnaði einnig kröfunni um starfsbann og sektir, en dæmdi klúbbeigandann í 22 mánaða fangelsi fyrir skattsvik, gagnafölsun og ótrygglyndi í rekstri fyrirtækisins.

KSÍ bar ekki skaða af málinu

Knattspyrnusamband Íslands sendi mbl.is eftirfarandi yfirlýsingu þegar spurst var fyrir um málið í dag: 

Fyrir um 5 árum síðan var starfsmaður KSÍ, Pálmi Jónsson fjármálastjóri, staddur í Zurich og varð fyrir þeirri ógæfu að óprúttnir aðilar sem þegar hafa verið dæmdir af svissneskum yfirvöldum tóku út af tveimur kreditkortum um 3,5 milljónir króna, annars vegar af persónulegu korti viðkomandi og hins vegar af kreditkorti í eigu Knattspyrnusambands Íslands án hans samþykkis.

Frétt þessa efnis hefur þegar birst í svissneskum fjölmiðlum þar sem umræddir aðilar, eigandi skemmtistaðar og fleiri aðilar, voru dæmdir til refsivistar og enn fleiri viðriðnir málið handteknir.

Starfsmaður Knattspyrnusambandsins var staddur á skemmtistaðnum og af kortunum var tekin umrædd upphæð án hans vitundar og þegar úttektin uppgötvaðist var málið samstundis kært og fylgt eftir hjá svissneskum yfirvöldum.

Viðkomandi starfsmaður sótti málið, fjárhæðin var greidd af starfsmanninum strax til kreditkortafyrirtækisins og bar því Knattspyrnusamband Íslands aldrei neinn fjárhagslegan skaða af málinu. Hefur hann sótt málið sem persónulegt mál enda dagsljóst að viðkomandi er fórnarlamb skipulagðrar glæpastarfsemi og hefur þegar fengið bætur frá hluta þeirra aðila.

 Frétt 20 Minuten Online 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Volkswagen, Vw Transporter 2017 4x4
Dísel 4x4 sjöþrepa sjálfsk, Webasto hitari, klæddur að innan afturí , Verð 4890,...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...