Fréttaskýring: Dómstólarnir eru tifandi tímasprengja

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/Ómar Óskarsson

Það vakti að vonum gríðarlega athygli þegar Hæstiréttur ákvað að dæmdum nauðgara skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna þess að Héraðsdómur Reykjavíkur hafði ekki skilað frá sér dómsgerðum málsins til saksóknara, en þrír og hálfur mánuður er liðinn frá því dómurinn var kveðinn upp. Frágangur á gögnum þessa máls er á lokastigi og verða þau væntanlega send til ríkissaksóknara í dag.

„Þetta er auðvitað ömurlegt mál. En þótt allir séu af vilja gerðir geta fleiri mál fylgt í kjölfarið. Þetta er tifandi tímasprengja og fyrsta sprengjan féll í Hæstarétti á miðvikudaginn,“ segir Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómir Reykjavíkur og starfandi formaður Dómstólaráðs.

Helgi segir að álagið á dómstólana sé orðið gríðarlegt nú þegar. Þetta sé bara byrjunin og reikna megi með flóðbylgju mála á næstu mánuðum. „Mál sem tengjast bankahruninu munu skipta hundruðum og þar af verða mörg mál af áður óþekktri stærðargráðu. Þá munu dómstólarnir væntanlega fá til umfjöllunar álitamál sem ekki hafa áður komið til þeirra kasta. Það sér hver heilvita maður hvað það þýðir,“ segir Helgi.

Hann segir að starfsmannafjöldi héraðsdómstólanna hafi verið ákveðinn í aðskilnaðarlögunum árið 1989, sem tóku gildi árið 1992. Var þá tekið mið af málafjölda á árunum 1983 til 1988. Ekki hefur fjölgað um einn einasta starfsmann hjá héraðsdómstólunum frá árinu 1992 og fjöldi héraðsdómara er sá sami og þá, 38, þrátt fyrir stóraukinn málafjölda.

Að sögn Helga var hægt að bjarga málunum með því að vinna dómsgerðirnar að miklu leyti í yfirvinnu en það sé ekki lengur heimilt vegna niðurskurðar. „Það er í raun afrek hvernig dómstólunum, þ.e. héraðsdómstólunum og Hæstarétti, hefur tekist að halda uppi skilvirkni miðað við fjölgun mála og hvernig að dómstólunum er búið,“ segir Helgi.

Hann segir að málshraðinn megi ekki koma niður á gæðunum, sjálfu réttarríkinu. Það sé grunvallaratriði. Því munu málin hrannast upp að óbreyttu og málatíminn lengjast verulega.

Lögum samkvæmt hvílir sú skylda á héraðsdómstólunum að endurrita allar yfirheyrslur í sakamálum þegar dómi er áfrýjað til Hæstaréttar. Helgi telur alveg fráleitt að dómstóll sem er búinn að ljúka sínu verki, búinn að kveða upp sinn dóm, þurfi að annast þetta verkefni fyrir ríkissaksóknara. Eðlilegra væri að það væri í verkahring embættis ríkissaksóknara.

Það kemur í hlut dómritara að sjá um þetta verk. Þeir þurfa að endurrita hvert einasta orð af segulböndum, sem mælt er við réttarhaldið. Ekki dugi að endurrita það sem ákæruvaldið og verjendur telji hafa skipt máli fyrir sönnunarmatið og ekki kemur fram í dóminum sjálfum.

Helgi segir að meginhlutverk dómritara sé að vera dómurunum til aðstoðar. Æ minni tími gefist til þess sem sé verulegt áhyggjuefni.

Innlent »

Ölvuð með börnin í bílnum

06:52 Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíl á Höfðabakka í Reykjavík. Ökumaðurinn var ung kona og var hún handtekin grunuð um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur án ökuréttinda Meira »

Kólnar í veðri

06:42 Í dag spáir Veðurstofa Íslands suðaustan, 5-13 m/s og rigningu á köflum. Vindur mun svo snúast í suðvestan 5-13 m/s uppúr hádegi með skúrum eða slydduéljum um landið vestanvert. Þá léttir til austanlands. Meira »

Komið verði upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk

05:58 Koma þarf upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk og fleiri áfangaheimilum þar sem það fær stuðning. Bæta þarf aðgengi að meðferð við vímefnavanda og uppræta biðlista. Þá þarf þessi hópur að fá aukin atvinnutækifæri sem henta honum. Meira »

4,3 stiga skjálfti í Bárðarbungu

05:43 Seint í gærkvöldi mældist 4,3 stiga jarðskjálfti í sunnanverðri Bárðarbunguöskjunni. Honum fylgdu nokkrir minni skjálftar en engin merki eru um gosóróa. Meira »

Kaupa mun færri nýja bíla

05:30 Nokkrar af stærstu bílaleigum landsins hyggjast kaupa mun færri nýja bíla inn til landsins í flota sinn á þessu ári en þær gerðu á því síðasta. Þetta staðfesta forsvarsmenn fyrirtækjanna í ViðskiptaMogganum í dag. Meira »

Nefndin staðfestir allar synjanir SÍ

05:30 Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur hafnað öllum kærum vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna liðskiptaaðgerða hjá Klíníkinni. Meira »

Verð á minkaskinnum lækkar aftur

05:30 Verð á minkaskinnum lækkaði um nálægt 5% fyrstu fjóra dagana á marsuppboði danska uppboðshússins Kopenhagen Fur en þar selja íslenskir minkabændur afurðir búa sinna. Meira »

26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki

05:30 Laun yfirstjórnar VR voru 54,2 milljónir króna á seinasta ári og hækkuðu úr 42,6 milljónum frá árinu á undan.  Meira »

Segja ögrun ekki verða liðna

05:30 Ríkisstjórnin hefur ekki kjark til þess að leiðrétta þá óhæfu sem mikill munur á kjörum alþingismanna og forstöðumanna stofnana ríkisins, skv. ákvörðun kjararáðs, og launafólks hins vegar er. Meira »

Vill beint flug frá Keflavík til Kína

05:30 Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segist í samtali við Morgunblaðið vilja efla samstarf og samvinnu Íslands og Kína á ýmsum sviðum. Meira »

5-10% innblöndun hefur engin áhrif

05:30 Næstum engar breytingar sjást á 50 til 100 árum í stærð laxa, framleiðslu árinnar eða endurheimtum úr sjó þótt þangað gangi eldislax sem nemur 5-10% af stofni árinnar. Meira »

Byrjað að sópa götur og stíga

05:30 Sópun á götum og stígum í Reykjavík er hafin. Ástand gatna og svifryksmengun hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu.  Meira »

Andlát: Ingimundur Sigfússon fyrrv. sendiherra

05:30 Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Heklu og fyrrverandi sendiherra, lést á líknardeild Landspítalans í fyrradag, 80 ára að aldri. Meira »

„Blaut þriggja prósentu tuska“

Í gær, 22:09 Ásakanir Ólafs Loftssonar, formanns Félags grunnskólakennara, eru dapurlegar og lítilsvirðing gagnvart kennurum. Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari sem er ein þeirra sem Ólafur sakar um „grímulausan áróður“ gegn kjarasamningnum sem grunnskólakennarar felldu í dag. Meira »

Bíða enn svara frá Spáni

Í gær, 20:26 „Málið er enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Íslenska lög­regl­an hef­ur enn ekki fengið lokasvar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um á Spáni um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda. Meira »

Kynntu hugmyndir sínar á íbúafundi

Í gær, 23:01 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, stóð fyrir íbúafundi í Grafarvogi í kvöld ásamt öðrum frambjóðendum flokksins. Meira »

Í farbanni vegna kókaíns í útvarpstæki

Í gær, 20:58 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta áframhaldandi farbanni, allt til 13. apríl, vegna gruns um að hafa átt aðild að flutningi fíkniefna til landsins frá Hollandi í desember í fyrra. Meira »

Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

Í gær, 19:38 Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Meira »
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...