170 lagðir inn á sjúkrahús

Bólusett fyrir svínaflensu
Bólusett fyrir svínaflensu Reuters

Alls voru um 170 einstaklingar lagðir inn á sjúkrahús með grun um inflúensu eða staðfesta inflúensu A(H1N1)v 2009 frá 23. september til 9. nóvember. Langflestir hafa verið lagðir inn á Landspítala, eða 133 manns, þar af hafa alls 19 einstaklingar legið á gjörgæsludeild Landspítalans vegna inflúensu. Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum landlæknisembættisins en þar er ítarlega fjallað um svínaflensuna svo nefndu.

Meðalaldur þeirra sem leggjast inn sjúkrahús er 45 ára, um þriðjungur þeirra hefur ekki verið með undirliggjandi áhættuþætti.

20 lagðir inn á Akureyri og 10 á Suðurnesjum

Alls hafa tuttugu einstaklingar lagst inn á sjúkrahúsið á Akureyri vegna inflúensu, þar af hefur einn legið á gjörgæsludeild. Um 10 manns hafa verið lagðir inn á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Stöku innlagnir hafa verið á öðrum heilbrigðisstofnunum, þar af voru tveir á sjúkrahúsinu í Vestamanneyjum og á Neskaupstað og einn á Blönduósi, Selfossi og Egilstöðum.

Farsóttarfréttir í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert