Hallgrímskirkju hent út af Wikipedia?

Hallgrímskirkja
Hallgrímskirkja mbl.is/Ómar

Verði íslenskum höfundarréttarlögum ekki breytt þá eru allar líkur til þess að ljósmyndum af byggingum Guðjóns Samúelssonar arkitekts og fyrrum húsasmíðameistara ríkisins verði hent út af Wikipedia og eigi þangað ekki afturkvæmt nema að breyttum lögum. Raunar á þetta ekki einungis við um byggingar Guðjóns heldur allar þær byggingar sem hannaðar eru af núlifandi arkitektum og þeim sem látist hafa á síðustu 70 árum.

Þetta segir Salvör Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni og tölvunotkun í námi og kennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, en hún gerir málið að umtalsefni í færslu á bloggi sínu.

Í samtali við mbl.is segir Salvör að það yrði mikið áfall fyrir Ísland og ekki síst íslenska ferðaþjónustu ef þessi fyrirætlun Wikipedia gengur eftir, því Guðjón teiknaði margar af þeim byggingum sem teljast til helstu kennileita höfuðborgarinnar.

Meðal merkustu bygginga hans má nefna Hallgrímskirkju, Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafnið, Landakotskirkju, aðalbyggingu Háskóla Íslands, Eimskipafélagshúsið, Hótel Borg, aðalbygging Landsspítalans, Listasafn Íslands og Sundhöllin. Auk þess teiknaði hann Gamla mjólkursamlagið í Borgarnesi, Akureyrarkirkju og Héraðsskólann á Laugarvatni.

Að sögn Salvarar hefur myndum í sameiginlegu myndasafni Wikipedia fjölgað hratt að undanförnu og telja nú um 5,4 milljónir myndir. Hjá Wikipedia hefur verið tekin upp sú starfsregla að birta ekki myndir nema þær séu með opnu og frjálsu höfundarleyfi.

Og þar stendur hnífurinn í kúnni, að sögn Salvarar, því samkvæmt íslenskum höfundaréttarlögum þá helst hann þangað til liðin eru 70 ár frá því að höfundur lést. „Hús teljast hönnunarverk og höfundarréttarlög gilda um þau,“ segir Salvör og bendir á að víða í Bandaríkjunum sem og í Svíþjóð sé hins vegar að finna sérstaka grein í höfundarréttarlögum sem undanskilja myndir af byggingum. Hins vegar sé enga slíka grein að finna í íslensku lögunum.

„Þetta er afleitt fyrir íslenska ferðaþjónustu. Lögin gera það t.d. að verkum að það má ekki myndskreyta umfjöllun um gistimöguleika með mynd af umræddu hóteli nema ýmist með leyfi arkitektsins sem hannaði hótelið eða ef viðkomandi hefur verið látinn í meira en 70 ár,“ segir Salvör og bætir við: „Það verður að breyta þessu. Þetta er öllum til óþurftar.“

Aðspurð segist hún telja að það væri lítið mál að kippa málinu í liðinn og færa íslensku höfundaréttarlögin til samræmis við það sem þekkist í Bandaríkjunum og Svíþjóð, þannig að það sé ekki höfundarréttarvarið að birta myndir af nánasta umhverfi fólks.

Blogg Salvarar Gissurardóttur

mbl.is

Innlent »

Voru án rafmagns í rúman sólarhring

08:18 Raflínur slitnuðu og staurar brotnuðu á Melrakkasléttu þegar ofsaveður gekk yfir sl. föstudag en norðanstórhríðinni fylgdi mikil ísing þarna við sjóinn og sligaði línurnar. Meira »

Karlar mun fleiri en konur

07:57 Um 8.700 fleiri karlar en konur bjuggu á Íslandi í byrjun ársins. Það er sennilega Íslandsmet en hlutfallið milli karla og kvenna hefur breyst mikið síðustu ár. Meira »

Aukinn vandi vegna skyndilána

07:47 Ungt fólk á aldrinum 18-29 ára hefur ítrekað leitað til umboðsmanns skuldara vegna töku smálána. Segir umboðsmaður skuldara þetta verulegt áhyggjuefni. Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir. Meira »

Yfir 300 þúsund gestir í Kerið í fyrra

07:37 „Við erum mjög ánægðir með hvernig aðsóknin hefur verið,“ segir Óskar Magnússon, einn rekstraraðila Kersins í Grímsnesi.   Meira »

Jeppafólki komið til aðstoðar

07:21 Björgunarsveitarfólk á Suðurlandi var kallað út í nótt vegna jeppafólks sem ekki hafði skilað sér niður af Langjökli í gærkvöldi. Meira »

Reynir á frárennsliskerfi

06:54 Nú er farið að bæta í vind og hlýna. Með morgninum bætir talsvert í rigningu sunnan og vestan til og hitinn fer víða í 5 til 8 stig. Búast má við miklum leysingum um allt land og í þéttbýli reynir mikið á frárennsliskerfi og góð leið til að fyrirbyggja vatnstjón er að greiða leið vatns í niðurföll. Meira »

Nánast allt flug WOW á áætlun

06:19 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum við Icelandair Group í gærdag. Allar flugvélar WOW air frá Íslandi voru á áætlun í morgun fyrir utan flug til Gatwick-flugvallar í London. Meira »

Mætti innbrotsþjófnum

05:51 Íbúi fjölbýlishúss í Árbænum, sem var að koma heim á níunda tímanum í gærkvöldi, sá að útihurð íbúðarinnar var opin og að maður kemur út úr íbúðinni, sem er á tíundu hæð, með poka í hönd. Maðurinn nær að hlaupa á brott með verðmæti úr íbúðinni. Búið var að spenna upp útihurðina. Meira »

Hraðasta afgreiðslan er á Íslandi

05:30 Afgreiðsla vegabréfa á Íslandi er með því sem best gerist. Í dag tekur það tvo virka daga að fá vegabréfin afgreidd, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Svíþjóð kemur næst á eftir Íslandi með fimm daga en það tekur fjórar til sex vikur að fá vegabréf í Bandaríkjunum. Meira »

Áhrif á fjöldaþróun ofmetin

05:30 Á fundi sem forsvarsmenn Icelandair Group áttu með forystufólki í ríkisstjórn Íslands í gær, voru kynntar hugmyndir sem miða að því að lágmarka höggið sem yrði af falli WOW air. Þar er einkum horft til þess að tryggja að áhrif slíkra atburða myndu hafa sem minnst áhrif á flæði ferðamanna til og frá landinu. Meira »

Innviðir hér ekki jafn sterkir

05:30 Innviðir til björgunar við aðstæður sambærilegar þeim sem voru þegar skemmtiferðaskipið Viking Sky varð vélarvana við strendur Noregs um helgina eru ekki jafn sterkir hér á landi og í Noregi og verða sennilega aldrei. Þetta segir Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri á aðgerðasviði hjá Gæslunni. Meira »

Vísbendingar um að háttsemi RÚV sé í bága við lög

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) hafa óskað fundar með mennta- og menningarmálaráðherra vegna samningsgerðar RÚV við sjálfstæða kvikmyndaframleiðendur. Meira »

Litla gula hænan leggur upp laupana

05:30 Kjúklingabúið Litla gula hænan hætti rekstri í mánuðinum vegna húsnæðisvandræða og hefur síðustu vikur verið að tæma lagerinn sinn. Meira »

HönnunarMars í skugga verkfalla

05:30 HönnunarMars hefst á fimmtudaginn með tilheyrandi straumi erlendra hátíðargesta til landsins. Á sama tíma hefjast verkföll Eflingar í hótel- og rútuþjónustu og standa í tvo sólarhringa. Meira »

WOW færi sömu leið og Air Berlin

Í gær, 22:15 Eftir að Icelandair greindi frá því að viðræðum við WOW air hefði verið slitið fór af stað umræða um mögulega kosti síðarnefnda félagsins. Viðmælandi mbl.is leiddi líkur að því að WOW air gæti farið sömu leið og Air Berlin. Meira »

Aron og Embla vinsælustu nöfnin

Í gær, 21:30 Vinsælasta nafn stúlkna árið 2018 var Embla og í tilfelli drengja var það Aron. Fengu 26 stúlkur það fyrra og 51 drengur það síðarnefnda, að því er fram kemur í skýrslu Þjóðskrár Íslands. Er dreifing meiri með nafngjöfum stúlkna en drengja. Meira »

„Búum okkur undir hið versta“

Í gær, 20:41 „Þetta er grafalvarleg staða. Við verðum að bíða og sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um viðræðuslit WOW air og Icelandair. Meira »

WOW air verður endurskipulagt

Í gær, 20:11 Stefnt er að því að kynna á morgun áætlun um endurskipulagningu WOW air. Felur hún í sér að skuldum verði umbreytt í hlutafé. Reiknað er með nýjum fjárfestum að félaginu. Meira »

Með Sigfús í eyrum í Arizona

Í gær, 19:38 Í eyðimörkinni í Tuscon í Arizona býr skartgripahönnuðurinn Lauren Valenzuela og rekur þar hönnunarfyrirtæki sitt sem heitir hvorki meira né minna en Sigfús Designs. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Verslunar + Lager + Geymsluhúsnæði eða létta starfsemi .
Til leigu í Bolholti 4, 105 Reykjavík Verslunarhúsnæði 235 ferm. laust strax.La...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...