Barði að dyrum og hóf skothríð að húsráðanda

Höglin sprengdu rúðu við hliðina á dyrunum þannig að byrgja …
Höglin sprengdu rúðu við hliðina á dyrunum þannig að byrgja þurfti gluggann. Júlíus Sigurjónsson

Maður með lambhúshettu, vopnaður haglabyssu, bankaði upp á í húsi í Seljahverfi í Breiðholti á fjórða tímanum aðfaranótt sunnudags og hóf skothríð þegar íbúi kom til dyra.

Eftir því sem lögreglan kemst næst lokaði húsráðandi dyrunum um leið og hann sá byssumanninn en sá skaut fjórum til fimm haglaskotum í útihurðina og í glugga við hlið hennar.

Húsráðandi slapp ómeiddur og tókst að hringja strax á lögreglu. Býr hann einn í íbúðinni en annar maður býr á neðri hæð hússins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði til sérsveit ríkislögreglustjóra en þegar laganna verðir komu á vettvang var árásarmaðurinn á bak og burt. Hans er enn leitað.

Ekki er vitað hver byssumaðurinn er eða hvað honum gekk til en maðurinn sem atlögunni var beint að mun ekki vita hver tildrög árásarinnar voru.

Þegar Morgunblaðið hafði samband við manninn sem fyrir atlögunni varð kaus hann að tjá sig ekki um málið.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert