Eldfjallagarður samþykktur í borgarstjórn

Hér má sjá mynd af Eldfjallagarðinum.
Hér má sjá mynd af Eldfjallagarðinum.

Á fundi Borgarstjórnar í dag var samþykkt samhljóða að undirbúa vinnu um Eldfjallagarð á Reykjanesi. Tillagan kom frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðsflokki og VG, að því er segir í tilkynningu.

Fram kemur í greinagerð að garðurinn sé hugmynd að samnefnara fyrir sérstöðu Reykjanesskagans sem geti tengt saman hinar fjölbreyttu auðlindir svæðisins og markað stefnu um nýtingu og verndun hans með hagsmuni heildarinnar og framtíðarinnar að leiðarljósi.

Þá segir að staðsetning Reykjanesskagans í nágrenni alþjóðaflugvallar og höfuðborgarsvæðisins og spá um aukinn fjölda ferðamanna, ýti undir væntingar til Eldfjallagarðs. Samstillt átak sveitarfélaga um Eldfjallagarð sé forsenda framgangs þessarar hugmyndar.

Einnig kemur fram að megin ávinningur af verkefninu eigi að skila sér til ferðaþjónustunnar og í útivistarmöguleikum fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Þá er lagt til að stjórn Reykjanesfólkvangs haldi utan um verkefnið og settur verði á laggirnar sérstakur stýrihópur um Eldfjallagarð á Reykjanesi, sem fundar reglulega með ráðgjöfum.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina