Vilja mannúðlega flóttamannastefnu

UVG vilja að stjórnvöld hætti að beita fyrir sig Dyflinarsáttmálanum …
UVG vilja að stjórnvöld hætti að beita fyrir sig Dyflinarsáttmálanum í stað þess að taka fyrir mál þeirra flóttamanna sem hingað leita skjóls. mbl.is/Þorkell

Stjórn Ungra Vinstri grænna krefst þess að ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingar taki upp mannúðlega stefnu í málefnum flóttamanna og hætti nú þegar að beita fyrir sig Dyflinarsáttmálanum í stað þess að taka fyrir mál þeirra flóttamanna sem hingað leita skjóls.  

Þetta kemur fram í ályktun frá UVG.

Þar segir jafnframt að í ljósi atburða dagsins sjái stjórn Ungra Vinstri grænna sig knúna til að ítreka þessa kröfu sína, en í dag hafi flóttamanni frá Íran verið vísað úr landi, án þess að kæra hans á þeirri ákvörðun hefði verið tekin fyrir.

„Framganga ríkisstjórnarinnar í málefnum flóttamanna hefur valdið stjórn Ungra vinstri grænna gífurlegum vonbrigðum og telja Ung vinstri græn hið svokallaða dóms- og mannréttindamálaráðuneyti ekki hafa hafið feril sinn sem slíkt á trúverðugan hátt,“ segir ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina