Fréttaskýring: Ung og atvinnulaus í mestri hættu

Um 2.538 íslensk ungmenni á aldrinum 16-24 ára eru atvinnulaus ...
Um 2.538 íslensk ungmenni á aldrinum 16-24 ára eru atvinnulaus og búa enn í foreldrahúsum.

Í félagsmálaráðuneytinu eru nú til skoðunar leiðir til að virkja atvinnulaus ungmenni og koma í veg fyrir að þau verði óvirkir samfélagsþegnar vegna langvarandi atvinnu- og aðgerðaleysis.

Á Íslandi hefur verið há tíðni brottfalls úr framhaldsskólum og hefur fólk þá vanalega sótt í vinnu í staðinn en nú þegar enga vinnu er að fá situr það uppi aðgerðalaust. Þetta þýðir að ungmenni öðlast hvorki menntun né starfsreynslu og því hætt við að þau verði ekki eftirsótt til vinnu jafnvel þegar atvinnustigið kemst aftur í fyrra horf.

Staðan hefur ekki áður verið jafnslæm, því þótt atvinnuleysi hafi áður þekkst meðal ungmenna hefur það ekki náð sömu hæðum og nú.

Á 10. áratugnum fór atvinnuleysi ungmenna hratt vaxandi á Norðurlöndunum. Á Íslandi og í Noregi náði það hámarki í 5-6% áður en það tók að lækka aftur en verst varð ástandið í Finnlandi þar sem 17% ungmenna voru atvinnulaus og hafa mörg þeirra aldrei náð sér á strik heldur verið á örorkubótum síðan.

Á Íslandi er hlutfall atvinnulausra ungmenna nú 18% og því ljóst að aðgerða er þörf sé vilji til að koma í veg fyrir að reynsla Finna endurtaki sig hér. Að frumkvæði félags- og tryggingamálaráðuneytisins hefur síðan í september verið starfandi vinnuhópur ráðuneyta og sérfræðinga sem hafa skoðað stöðu ungra atvinnulausra Íslendinga Þar á meðal voru settir á rýnihópar meðal ungmenna á aldrinum 18-24 ára til að kanna reynslu þeirra.

Að sögn Steinunnar Halldórsdóttur verkefnisstjóra er þegar farið af stað hættulegt ferli hjá mörgum þeirra. „Þau eru farin að snúa sólarhringnum við, reykja meira, fara dofin í gegnum daginn. Vinnumálastofnun hefur ekki haft bolmagn til að hafa reglubundið samband við þau svo þau hafa fengið að vera aðgerðalaus og svolítið afskipt.“

 Bætur skertar til að koma fólki af stað

Þær sérstöku aðgerðir sem eru í mótun með hliðsjón af þessum hópi ganga m.a. út á að skerða bætur þeirra sem ekki hafa þunga framfærslu og nýta þá fjármuni til að virkja atvinnulaus ungmenni sérstaklega.

Að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar, er margt í boði á formi námskeiða og tímabundinnar vinnu. Eftirspurnin hefur hins vegar ekki verið í samræmi við framboðið og þarf unga fólkið sérstaklega dyggan stuðning og hvata til að koma sér af stað. Aðgerðirnar eru enn í vinnslu en skýrsla vinnuhópsins verður birt í næstu viku.

Gripið til aðgerða í Evrópu

Það er ekki aðeins á Íslandi sem atvinnuleysi ungu kynslóðarinnar veldur áhyggjum. Í sumum löndum ESB, s.s. Spáni og Frakklandi, er ástandið mjög slæmt og óttast stjórnvöld að langtímaatvinnuleysi kunni að hafa skaðleg áhrif á samkeppnishæfni heillar kynslóðar.

Í Bretlandi og Frakklandi hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að verja miklum fjármunum til að skapa ungu atvinnulausu fólki tímabundnar lærlingsstöður eða námstækifæri til að örva það og virkja þar til efnahagurinn tekur aftur við sér.

Þetta hefur þó mælst misvel fyrir og hefur m.a. verið gagnrýnt að þótt aðgerðirnar haldi ungmennum vissulega uppteknum öðlist þau ekki þar með nægilega færni og reynslu til að verða samkeppnishæf á vinnumarkaði síðar meir.

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Í gær, 17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Í gær, 15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

Í gær, 15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

Í gær, 14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

Í gær, 13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

Í gær, 13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

Í gær, 12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

Í gær, 12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

Í gær, 11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

Í gær, 10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

Í gær, 11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

Í gær, 11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

Í gær, 09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...