Fréttaskýring: Virkjun sjávarfalla í Breiðafirði er talin vel möguleg

Frá Breiðafirði.
Frá Breiðafirði. Gunnlaugur Árnason

Sjávarorka ehf. í Stykkishólmi bíður nú eftir rannsóknarleyfi til að halda áfram rannsóknum á virkjun sjávarfalla í Breiðafirði. Rannsóknirnar hófust árið 2001 áður en slíks leyfis var krafist. Eftir að rannsóknarleyfið fæst verða sjávarfallastraumar á tilteknum svæðum í firðinum kannaðir betur, að sögn Sigurjóns Jónssonar, framkvæmdastjóra Sjávarorku ehf. Þegar er ljóst að sjávarfallastraumar geta legið þar sitt á hvað á sama tíma og það þarf að rannsaka betur.

Niðurstöður útreikninga í sjávarfallalíkani sýna að orka í sjávarföllum í innanverðum Breiðafirði er mun minni en áður var talið. Engu að síður er talið vel mögulegt að setja niður sjávarfallavirkjun í firðinum í framtíðinni.

650 gígavattstundir á ári

Búið er að kortleggja og mæla sjávarfallastrauma í innanverðum Breiðafirði. Samkvæmt niðurstöðum verkfræðistofunnar VST er talið að heildarhreyfiorka frá botni upp í yfirborð sjávar í Breiðafirði sé um þúsund gígavattstundir á ári og í Hvammsfjarðarröst um 800 gígavattstundir á ári. Ekki er hægt að virkja nema hluta hreyfiorkunnar. Því er talið að hámark virkjanlegs afls í Breiðafirði sé um 650 gígavattstundir á ári í fyrsta áfanga. Til samanburðar er orkugeta Sultartangastöðvar 880 gígavattstundir á ári.

Sigurjón sagði að fyrirtækið hefði stundað rannsóknirnar fyrir eigið fé auk þess sem það fékk styrk úr Orkusjóði á sínum tíma.

Hann sagði að Sjávarorka ehf. hefði áhuga á að virkja sjávarfallastraumana en slíkar framkvæmdir væru mjög dýrar. Tæknin væri í örri þróun og nokkrar tilraunavirkjanir komnar í gang í útlöndum. Enn væru sjávarfallavirkjanir þó ekki samkeppnishæfar við vatnsaflsvirkjanir, en þær yrðu það örugglega í framtíðinni. „Þetta er virkjun sem virkar þegar allir jöklar eru bráðnaðir,“ sagði Sigurjón.

Nýr íslenskur hverfill

Valdimar Össurarson, frumkvöðull í Valorku ehf., greindi frá þróun nýs íslensks sjávarfallahverfils í Morgunblaðinu í gær. Valdimar fann hverfilinn upp og segir hann frábrugðinn öðrum sjávarfallahverflum sem byggi flestir á sömu hugmynd og vindorkuver.

Nýi hverfillinn er kallaður Valorka og er þróaður sérstaklega til nota neðansjávar. Hann á að geta nýtt minni straumhraða en hingað til hefur verið miðað við. Valdimar telur því að Valorkuhverfillinn geti framleitt rafmagn fyrir annesjum og í sjávarröstum við strendur landsins.

Valdimar hefur verið í samvinnu við Keili á Suðurnesjum og er með vinnustofu í nýsköpunarmiðstöðinni Eldey á Vallarheiði. Nú eru að hefjast prófanir á hverflinum í straumkeri Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Valdimar sagði að von væri á sérstökum mæli til landsins til að mæla afköst hverfilsins en slíkt mælitæki er ekki til í landinu.

Valdimar vonast til að hægt verði að ljúka kerprófunum á næsta ári. Þá verður næsta skref að smíða frumgerð til prófunar í sjó. Ef allt gengur eftir ætti að vera hægt að hefja sjóprófanir síðla næsta árs eða á árinu 2011.

Í hnotskurn
» Sjávarfallavirkjun við Breiðafjörð hefur löngum verið talin eini raunhæfi kosturinn í slíkum virkjunum hér við land, samkvæmt frumúttekt iðnaðarráðherra.
» Fyrr á tíð var starfrækt lítil sjávarfallavirkjun við Brokey á Breiðafirði. Hún framleiddi ekki rafmagn en var notuð til að mala korn, samkvæmt sömu heimild.
Séð yfir Breiðafjörð.
Séð yfir Breiðafjörð. mats.is
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

Í gær, 21:41 Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »

Tuttugu stúdentar útskrifaðir

Í gær, 21:26 Tuttugu stúdentar voru útskrifaðir í dag frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Þá lauk einn nemandi námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi A stigi vélstjórnar að því er segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Meira »

Tveimur milljónum króna ríkari

Í gær, 20:55 Heppinn lottóspilari er tveimur milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Lottóinu í kvöld en hann var með allar fimm tölurnar réttar í Jókernum. Meira »

Rokkhrokinn settur í aftursætið

Í gær, 20:00 Hann er leikari og þungarokkari, trommari og fjölskyldumaður. Björn Stefánsson, oft nefndur Bjössi í Mínus, hefur nú stimplað sig inn í leikhúsheiminn. Hann hefur verið edrú í áratug, lært leiklist í Danmörku og sýnt og sannað að hann á heima uppi á sviði, og ekki bara á bak við trommurnar. Meira »

Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“

Í gær, 18:42 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar á útifundi á Austurvelli í dag. Hann sagði þá vera að „bregðast þjóð sinni“ og að Alþingi væri ekki treystandi. Meira »

Eineggja tvíburar dúx og semídúx

Í gær, 18:00 Við útskrift í Flensborgarskólann á fimmtudaginn reyndust dúx og semídúx vera tvíburasystur. Þær eru á sömu námsbraut, í sömu íþrótt og líta eins út. Þær gera allt saman. Meira »

Barðsvíkin kjaftfull af rusli

Í gær, 17:45 Félagið Hreinni Hornstrandir stendur fyrir hreinsunarferð í Barðsvíkina helgina 14.-16. júní og segir forsprakki hópsins Barðsvíkina kjaftfulla af rusli. Sjálfur hóf hann að hreinsa rusl á Hornströndum eftir að franskur ljósmyndari setti upp sýningu erlendis á ruslinu við strendurnar. Meira »

Þakklátur pabba að hafa rekið mig í iðnnám

Í gær, 17:17 Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon er mikill hagleikssmiður og þekktur fyrir sérstaka stóla sína. Hann segir góða endingu nytjahluta á vissan hátt vera fegurð ef hún sé skynsamlega útfærð. „Í mínum huga eru nytjahlutir eitthvað sem allir listamenn ættu að hafa skoðun á.“ Meira »

Riðin árleg tvídreið

Í gær, 16:51 Þau voru gleðileg að sjá, fólkið sem klæddi sig í sitt fínasta púss upp úr hádegi í dag og kom saman við Hallgrímskirkju til þess að hjóla uppstrílað um miðbæ Reykjavíkur. Það var í hinni árlegu tvídreið, sem er kölluð Tweed Ride Reykjavík. Meira »

Vilja meiri umfjöllun um afstöðu sína

Í gær, 16:04 Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, gagnrýndu fjölmiðla, og þá aðallega ríkisfjölmiðilinn, fyrir skort á umfjöllun um þau efnisatriði sem Miðflokksmenn hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum um innleiðingu þriðja orkupakkans, í þingræðum sínum um málið í morgun. Meira »

Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló

Í gær, 15:46 Á sjötta hundrað manns mættu á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í dag en um þessar mundir eru 90 ár liðin frá samruna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Meira »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

Í gær, 14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

Í gær, 14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

Í gær, 12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

Í gær, 12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

Í gær, 11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

Í gær, 11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust í MAI - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfossi og ...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...