79 þúsund borga Icesave

Þór Saari.
Þór Saari. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum komin inn í vítahring,“ segir Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Tekjuskattsgreiðslur frá alls 79 þúsund Íslendingum þarf til þess eins að standa undir árlegum vaxtagreiðslum vegna Icesve samningana, samkvæmt því sem Þór upplýsti á Alþingi í kvöld.

Hann segist þarna miða við að árlegar greiðslur séu 36 til 37 milljarðar króna á ári. Hugsanlega geti svo farið, að tekuskatt fleiri þurfti til þess að borga kostnaðinn sem á ríkinu lendir vegna Icesave, flytji fleiri úr landi og tekjur þjóðarinnar áfram að lækka.

Mat á því hve skatttekjur marga þurfti til að borga Icesave samningana segist Þórir byggja á nýlegum tölum Ríkisskattstjóra. Hugsanlegt sé þó að tölurnar séu eitthvað hærri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert