Bóluefnið virkar á stökkbreytt afbrigði flensunnar

Almenn bólusetning gegn svínaflensunni hófst í gær
Almenn bólusetning gegn svínaflensunni hófst í gær mbl.is/Ómar Óskarsson

Stökkbreytingum á svínainflúensuveirunni hefur verið lýst á nokkrum stöðum í heiminum, til að mynda í Noregi. Á inflúensuvef landlæknisembættisins kemur fram að engin ástæða er til að óttast að svínainflúensubóluefnið sem notað er á Íslandi verndi ekki gegn hinum nýju afbrigðum veirunnar.

Inflúensuveirur taka alltaf einhverjum minniháttar breytingum og búast má við að svínainflúensan geri það líka. Það er óljóst hvort veiran verður skæðari með þessum breytingum sem lýst hefur verið og ástæðulaust að óttast það að svo stöddu, að því er segir á vef landlæknisembættisins.

Niðurstöður rannsókna á sams konar inflúensubóluefni og notað er hér á landi hafa sýnt að bóluefnið veldur góðu og breiðvirku ónæmissvari sem verndar gegn mörgum undirtegundum veirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert