Hníf brugðið á barka

Kristján Jóhannesson rakarameistari er sestur í helgan stein en hér á árum áður beitti hann daglega flugbeittum rakhnífum á barka manna en sú þekking er ekki á allra færi í dag.

Til að sporna við því að þessi kunnátta færi forgörðum var í vikunni haldið rakhnífanámskeið fyrir karla sem vilja læra að hvessa rakhnífa og eins að beita þeim á eigin kjamma.

mbl.is

Bloggað um fréttina