Rannsaka stuðning við Stáltak

Reykjavíkurhöfn
Reykjavíkurhöfn mbl.is/Árni Sæberg

Eftirlitsstofnun EFTA hefur tekið ákvörðun um að hefja formlega rannsókn á kæru Hafnarfjarðarkaupstaðar til stofnunarinnar vegna opinbers fjárstuðnings Reykjavíkurhafnar (nú Faxaflóahafnir) við rekstur Stáltaks hf. 

Hafnarfjarðarkaupstaður sendi kæru til Eftirlitsstofnunar EFTA þar sem því var haldið fram að margskonar viðskipti milli Reykjavíkurhafnar, Dráttarbrauta Reykjavíkur og Stáltaks hf. hafi falið í sér opinberan fjárstuðning til Stáltaks sem væri andstæður ákvæðum EES samningsins um opinberan fjárstuðning.

Telur Hafnarfjarðarbær að allt frá því í desember 1999, þegar Dráttarbrautir Reykjavíkur voru settar á stofn af hálfu Reykjavíkurborgar og Stáltaks, hafi Reykjavíkurhöfn beint og óbeint styrkt starfsemi Stáltaks fjárhagslega.

„Fjárstuðningurinn felist t.a.m. í kaupum á eignum félagsins, en þar er einkum átt við ákvörðun kaupverðs og önnur samningskjör sem hafi falið í sér fríðindi til handa félaginu og ákvörðun óeðlilegra leigukjara; langt undir leigukjörum á markaði. Telur kærandi að með þessum ívilnunum í garð félagsins sem starfar á samkeppnismarkaði sé Reykjavíkurhöfn að raska samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa á sama sviði, en jafnframt sé með þessu raskað samkeppnisstöðu þeirra hafna sem bjóða slíka þjónustu, þ.á.m. Hafnarfjarðarhafnar," að því er segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Með hinum opinbera fjárstuðningi Reykjavíkurhafnar hafi Stáltaki verið gert kleift að bjóða uppá slippþjónustu á lægra verði en samkeppnisaðilarnir. Eins og fyrr segir telur kærandi að aðgerðir Reykjavíkurhafnar feli í sér brot á þeim ákvæðum EES samningsins sem fjalla um opinberan fjárstuðning og gerir þær kröfur að stofnunin grípi til þeirra ráðstafana sem ákvæði samningsins heimila til að stöðva þessa opinberu íhlutun og beiti Reykjavíkurhöfn jafnframt viðurlögum í samræmi við brot sín, samkvæmt tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar.
 
„Þar sem frumrannsókn málsins lauk með ákvörðun um að hefja formlega rannsókn er ljóst að ESA telur ákveðnar líkur á að reglur EES samningsins hafi verið brotnar, en tekið er fram í niðurlagi ákvörðunarinnar að ESA dragi í efa að aðgerðirnar standist ákvæði 61. gr. EES samningsins og að þær samræmist ekki framkvæmd EES samningsins. Með ákvörðuninni hefst ferli þar sem aðilum er gefinn kostur á að koma fram athugasemdum, en málsmeðferðarreglur ESA gera ráð fyrir að stofnunin ljúki málinu innan 18 mánaða frá birtingu ákvörðunarinnar," samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ.

mbl.is

Innlent »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »

Kafbátur við leit í Þingvallavatni

12:50 Kafbátur hefur hafið leit að nýju í Þingvallavatni að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í vatnið í síðustu viku. Hann fer tvær ferðir í dag og kafar í fimm klukkustundir í senn. Myndefni úr honum verður svo skoðað í kvöld og næstu daga. Meira »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »

Erla hyggst stefna ríkinu

06:06 Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna höfnunar endurupptökunefndar á beiðni hennar um að taka upp dóm hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en hún var þar dæmd fyrir meinsæri ásamt tveimur öðrum. Meira »
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...
Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...