Steingrímur J.: Sjómenn búa við betri kjör

Stefnt er að því aðnema sjómannaafslátt
Stefnt er að því aðnema sjómannaafslátt mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist alveg eins eiga von á að sjómenn verði ekki hrifnir af áætlunum um að afnema sjómannaafslátt á næstu fjórum árum. „En það eru dálítið aðrir tímar og aðrar aðstæður og það má spyrja sig að því ef ekki væri hróflað við þessum ívilnunum við núverandi aðstæður […] þá verður þessu væntanlega aldrei breytt.“

Hann segir mildilega farið í breytingarnar. „Við gefum góðan aðlögunartíma og látum þetta deyja út á árabili þannig að það gefur góðan tíma til að taka þetta inn í kjarasamhengi og samskipti sjómanna við sína viðsemjendur. Þannig að við erum að reyna að búa til farveg til að vinda ofan af þessu sem ég vona bara að menn telji sanngjarnan.“

Hann segist treysta á að menn sjái þörfina fyrir það að taka á þessum ívilnunum. „Sem betur fer er það þannig að sjómenn eru í hópi kannski fárra sem hafa búið við batnandi kjör vegna breyttra aðstæðna og ef einhvern tímann eru aðstæður til að gera þetta þá eru þær núna.“

Nánar verður fjallað um afnám sjómannafsláttar í mbl Sjónvarpi á eftir.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra mbl.is/Jón Pétur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert