Hluti arðgreiðslna skattlagður eins og launatekjur

mbl.is/Heiðar

Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um tekjuöflun ríkissjóðs að lögum verður litið á hluta arðgreiðslna einkahlutafélaga sem launatekjur og þær skattlagðar sem slíkar.

Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir að með frumvarpinu hafi stjórnvöld viljað draga úr þeim mun sem sé á skattlagningu launatekna og skatta sem einkahlutafélög greiða.

Gunnar Egilsson, lögfræðingur hjá Deloitte, segir að verið sé að „umbylta kerfinu“ með þeim tillögum sem gerðar eru á skattlagningu arðgreiðslna. Breytingarnar geti komið illa við einyrkja, sérstaklega þar sem skattalegt bókfært eigið fé einkahlutafélaga sé almennt lágt.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að brögð hafi verið að því að launagreiðslum til ráðandi aðila hafi verið haldið í lágmarki á sama tíma og greiddur hefur verið út verulegur arður úr félögum.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »