Skipulagstillaga Ólafs kolfelld

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/ÞÖK

Tillaga Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um að hafin verði vinna við nýtt skipulag Vatnsmýrarinnar, var felld á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag með 14 atkvæðum gegn 1.

Ólafur vill að nýtt skipulag geri ráð fyrir að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýri, að ný flugstöð verði reist á svæði fyrri flugstöðvar, að Umferðarmiðstöð Íslands verði áfram á sínum stað og að fallið verði frá byggingu samgöngumiðstöðvar austan flugvallarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert