Ölgerðin skuldar 15,3 milljarða

Úr verksmiðju Ölgerðarinnar.
Úr verksmiðju Ölgerðarinnar. Ragnar Axelsson

Ölgerðin, sem sagði upp um 40 manns um síðustu mánaðamót, skuldaði í lok febrúar sl. 15,3 milljarða. Fyrirtækið tapaði á síðasta reikningsári tæplega 1,8 milljörðum, fyrst og fremst vegna gengistaps á lánum.

Kaupin á Ölgerðinni voru gerð með svokallaðri skuldsettri yfirtöku en það þýðir að kaupverðið var fjármagnað með lánum. Skuldir Ölgerðarinnar hækkuðu um nálægt sjö milljarða við eigendaskiptin, en þau lán hafa síðan hækkað um næstum þrjá milljarða vegna gengistaps.

Athygli vekur að svokallaðar óefnislegar eignir Ölgerðarinnar, sem stundum eru kallaðar viðskiptavild, eru bókfærðar á sjö milljarða í bókhaldi Ölgerðarinnar. Bókfært eigið fé fyrirtækisins í dag er aðeins 135 milljónir.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sagði að Ölgerðin væri í skilum með öll lán.

Sjá nánari umfjöllun um málefni Ölgerðarinnar í Morgunblaðinu í dag og skuldsettar yfirtökur.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert