Lokasprettur Icesave-umræðna hafinn

Hafinn er lokasprettur annarrar umræðu um Icesave-málið á Alþingi. Fundurinn hófst nú klukkan tólf og á mælendaskrá eru formenn flokka, þau Bjarni Benediktsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birgitta Jónsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, í þessari röð. Bjarni Benediktsson er nú í pontu.

Hver ræðumaður hefur stundarfjórðung í ræðutíma.

mbl.is