Skert lífskjör og kaupmáttur

samkomulaginu við Breta og Hollendinga mótmælt á Austurvelli.
samkomulaginu við Breta og Hollendinga mótmælt á Austurvelli. Eggert Jóhannesson

Verði Icesave-samkomulagið samþykkt í núverandi mynd þurfa Íslendingar að búa sig undir verulega skerðingu lífskjara og kaupmáttar næstu árin, að sögn Daniels Gros, bankaráðsmanns í bankaráði Seðlabankans.

Segir hann að betra væri fyrir Íslendinga að hafna samkomulaginu eins og það lítur út núna en að samþykkja það.

„Íslendingar þurfa að greiða eitthvað vegna Icesave. Skilmálar samkomulagsins eins og það liggur fyrir eru hins vegar svo harkalegir að ég tel betra að hafna því,“ segir hann.

„Spurningin er ekki hvort Íslendingar geta staðið við skuldbindingarnar. Ég held að þeir geti það, en þá þurfa Íslendingar að sætta sig við umtalsverða lífskjaraskerðingu. Neysla af öllu tagi þarf að dragast saman og kaupmáttur sömuleiðis. Það eru óhjákvæmilegar afleiðingar þess að takast slíkar skuldbindingar á hendur.“

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Daniel Gros.
Daniel Gros.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert