Mótmæli boðuð á Austurvelli

Frá mótmæli Hagsmunasamtaka heimilanna.
Frá mótmæli Hagsmunasamtaka heimilanna. mbl.is/Golli

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland boða til kröfufundar í dag kl 15:00 á Austurvelli. Fundarstjóri verður Lúðvík Lúðvíksson, en ræðumenn Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, Friðrik Ó. Friðriksson stjórnarformaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór Ingólfsson úr stjórn VR.

Helstu kröfur fundarboðenda eru sem fyrr leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar., að veð takmarkist við veðandlag og að skuldir fyrnist á 5 árum.

Í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að nú sé öðru greiðsluverkfalli Hagsmunasamtaka heimilanna að ljúka og enn hafi stjórnvöld og lánastofnanir ekki komið með heildstæða, samræmda og sanngjarna lausn varðandi leiðréttingar á höfuðstól
lána og enn sé ekki komin tímasett áætlun um afnám verðtryggingar.

„Enn hækkar höfuðstóll lána landsmanna og von er á frekari hækkunum bregðist stjórnvöld ekki við hið fyrsta til að leiðrétta lánin og aftengja verðtryggingu.

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland halda því ótrauð áfram að boða til kröfufunda á Austurvelli komandi laugardaga. Baráttunni mun ekki linna fyrr en stjórnvöld opna eyru sín og augu fyrir grafalvarlegri og óviðunandi skuldastöðu heimilanna í landinu. Samtökin krefjast raunverulegra lausna, réttlátara lánakerfis, leiðréttingar á stökkbreyttum höfuðstól lána og tímasetningar á afnámi verðtryggingar,“ segir í tilkynningunni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert