Eins og blaut tuska í andlitið

Frá Heiðmörk.
Frá Heiðmörk. mbl.is/Krisinn

„Við fjölskyldan erum mjög ósátt við þennan dóm,“ segir Hrönn Óskarsdóttir, systir 16 ára stúlku sem varð fyrir hrottalegri árás sjö 16-17 ára stúlkna um hábjartan dag  í miðri viku í Heiðmörk í apríl sl.

Dæmt var í máli þeirra þriggja stúlkna sem höfðu mest í frammi í árásinni í héraðsdómi Reykjaness í dag og þar var ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu þeirra í þrjú ár haldi þær almennt skilorð. Þær voru ákærðar fyrir að slá og sparka margsinnis í yngri stúlkuna með þeim afleiðingum að hún marðist og hlaut fleiri áverka.

Stúlkurnar játuðu allar brot sitt. Ein stúlkan fór í vímuefnameðferð í kjölfarið. Héraðsdómur segir, að líta verði til aldurs þeirra og játningar og iðrunar og að þær hafi ekki áður gerst sekar um refsiverða háttsemi. Á móti komi að verknaðurinn sé alvarlegur.

„Við vissum alveg að við myndum fá blauta tusku í andlitið úr þessu dómsmáli, spurningin var bara hversu blaut hún yrði. Og þetta er verra en við áttum von á,“ segir Hrönn og tekur fram að fjölskyldan sé ekki síst ósátt við að málið sé látið hanga yfir þeim næstu þrjú árin meðan stúlkurnar eru á skilorði. „Þarna er bara verið að hugsa um hagsmuni gerendanna. En hver á að passa upp á hagsmuni fórnarlamba?“ segir Hrönn.

Tekur hún fram að ljóst megi vera af dómnum að aðeins sé verið að dæma út frá  líkamlegum áverkum þar sem  sálrænu áhrifin sem árásin hefur haft séu  algjörlega hunsuð. Bendir Hrönn sem dæmi á að ekki hafi í dómsmálinu verið leitað eftir mati frá áfallateyminu sem aðstoðað hafi systur hennar eftir árásina.

„Það sem einkennir ofbeldismál er að mannlegi þátturinn virðist gleymast, þar sem eftir situr fórnarlamb með svo stórt sár á sálinni sem kostar blóð, svita og tár að reyna að láta gróa. Svona upplifun breytir fólki fyrir lífstíð,“ segir Hrönn og bætir við að beinbrot virðist litið alvarlegri augum en sár á sálinni.

„Það er rosaleg alvarlegt þegar dómsvalið kemur með þá yfirlýsingu með svona dómum að þetta sé ekkert svo alvarlegt. Hvaða skilaboð erum við þá að senda út í samfélagið?“ spyr Hrönn.

Spurð hvers konar refsingu hún hefði viljað sjá segist Hrönn hafa viljað sá aukna eftirfylgni og eins að árásin hefði einhverjar afleiðingar fyrir gerendurna. „Hvernig á fólk annars að læra ef það hefur engar afleiðingar að eyðileggja sálarlíf annarrar manneskju?“ spyr Hrönn.

Innt eftir því hvernig systir hennar hafi það segir Hrönn að fyrstu mánuðirnir eftir árásina hafi verið skelfilega erfiðir og kostað margar andvökunætur. Systir hennar fái enn, átta mánuðum eftir árásina, aðstoð hjá áfallateymi og sé enn í tímum hjá sálfræðingi auk þess sem fjölskyldan hafi veitt henni mikinn stuðning. Hrönn bendir á að árásin hafi átt sér stað rétt áður en systir hennar hafi átt að byrja í prófum í 10. bekk og því hafi hún þurft að fresta þeim, en sem betur fer tekist að klára grunnskólann og sé nú komin í framhaldskóla. „Sem betur fer var hún nýbúin í jólaprófunum þegar málið var dómtekið, því þetta tekur mikið á.“

Spurð hver verði næstu skref í málinu segir Hrönn ljóst að kannaðir verði möguleikar á að fara í einkamál. „Við munum alla vega byrja á því að fá okkur nýjan lögfræðing, því við erum ekki sátt við störf réttargæslumanns hennar,“ segir Hrönn og bendir á að fjölskyldan hafi t.d. ekki fengið að leggja fram kröfu í málinu, hún hafi ekki vitað af því þegar málið var dómtekið, hafi ekki fengið að taka þátt í réttarhöldunum og hafi ekki vitað að dómur væri fallinn fyrr en blaðamaður hringdi í þau.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

Í gær, 16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

Í gær, 15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

Í gær, 14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

Í gær, 15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

Í gær, 15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

Í gær, 14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...