Garðurinn kaupir kirkjujörð fyrir kartöflurækt

Kirkja hefur verið í Garði um aldir og nú hefur …
Kirkja hefur verið í Garði um aldir og nú hefur sveitarfélagið eignast lendur kirkjunnar á staðnum. Helgi Bjarnason

Undirritaðir voru í gær samningar um kaup Sveitarfélagsins Garðs á kirkjujörðinni Útskálum. Jörðin er rúmlega 70 hektarar og nær meðal annars yfir Garðskaga og hinn forna Garð sem byggðarlagið er kennt við.

Sveitarfélagið hafði áður eignast hluta jarðarinnar, en undanskildar í sölunni nú voru lóðir undir prestssetur, safnaðarheimili og kirkjugarð.

Útskála er fyrst getið um árið 1200 og hefur kirkja verið á staðnum síðan þá. Þar er eitt elsta prestssetur landsins, sem nú er í eigu félags um uppbyggingu Útskála.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »