Vitlaust veður á Seyðisfirði

Mjög slæmt veður var á Eskifirði í morgun. Ekki var …
Mjög slæmt veður var á Eskifirði í morgun. Ekki var auðvelt fyrir fólk að gera jólainnkaup í verslunum. Helgi Garðarson

Ekkert ferðaveður er á Seyðisfirði og víðar á Austurlandi vegna hvassviðris. Þakplötur losnuðu af einu húsi á Seyðisfirði og rúða brotnaði í öðru húsi. Ekki er vitað um nein óhöpp í umferðinni, en mjög blint er vegna skafrennings.

Fjarðaheiðin er lokuð, en að sögn lögreglu sér ekki út úr augum vegna skafrennings. Björgunarsveitarmenn fóru upp að Vopnafjarðarvegamótum til að aðstoða ferðalanga í vandræðum. Bremsur á bíl þeirra höfðu frosið fastar.

mbl.is

Bloggað um fréttina