Upplýsingavefurinn rel8 aftur opinn

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri og Jón Jósef Bjarnason þegar sættir …
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri og Jón Jósef Bjarnason þegar sættir tókust um forritið rel8. Mynd Lára Hanna Einarsdóttir

Upplýsingagrunnur Jóns Jósefs Bjarnasonar um krosstengsl í atvinnulífinu hefur verið opnaður á ný. Leið forritsins, sem kallast rel8, inn á upplýsingahraðbrautina hefur ekki verið bein, enda hefur það bæði farið til úrskurðar hjá Persónuvernd og mætti upphaflega andstöðu hjá embætti ríkisskattstjóra.

Fram kom í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að kvótaeign og kvótatilfærslur verði tengdar við grunninn bráðlega og sagði Jón Jósef markmiðið að rekja tilfærslur kvóta aftur í tímann og rekja hvaðan það fé hafi komið út úr því ferli, sem fór svo á endanum í misráðin útrásarverkefni og áhættufjárfestingar.

Jón Jósef sagði jafnframt að bráðlega sé stefnt að því að setja inn upplýsingar um tengsl embættismanna, lífeyrissjóða og stéttarfélaga við atvinnulífið. Send hafi verið upplýsingabeiðni til þeirra allra og sumum þeirra þegar verið svarað.

Forritið má finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert