Bók Vigdísar selst best

Ævisaga Vigdísar Finnbogadóttur hefur selst mest í Bókabúð Máls og menningar fyrir jólin. Í öðru sæti er skáldsagan Svörtuloft eftir Arnald Indriðason.

Um er að ræða sölulista fyrir október, nóvember og desember og er það fyrsti heildarlistinn sem er birtur um söluhæstu bækurnar fyrir þessi jól. 

Listinn er eftirfarandi:

  1. Vigdís - Kona verður forseti, Páll Valsson, JPV
  2. Svörtuloft, Arnaldur Indriðason, Forlagið
  3. Harmur englanna, Jón Kalmann Stefánsson, Bjartur
  4. Snorri - Ævisaga 1179-1241, Óskar Guðmundsson, JPV
  5. Jólasveinarnir 13, Brian Pilkington, Mál & menning
  6. Heitar laugar á Íslandi, Jón G. Snæland, Skrudda
  7. Alltaf sama sagan, Þórarinn Eldjárn, Vaka Helgafell
  8. Meiri hamingja, Tal Ben-Shahar, Undur og stórmerki
  9. Karlsvagninn, Kristín Marja Baldursdóttir, Mál & menning
  10. Hjartsláttur, Hjálmar Jónsson, Veröld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert