Vasapeningar ellilífeyrisþega skertir

Verið er að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið á Alþingi.
Verið er að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið á Alþingi. mbl.is/Heiðar

Alþingi samþykkti í dag að lækka vasapeninga ellilífeyrisþega um 35 milljónir króna á næsta ári frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár.

Stjórnrandstaðan gagnrýndi þessa tillögu harðlega þegar verið var að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið. Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að um væri að ræða jafnvirði 7 klukkustunda af Icesave-skuldbindingum.

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að þessi fjárhæð hefði í fjárlagafrumvarpinu verið lækkuð úr 500 milljónum, miðað við fjárlög yfirstandandi árs, í 352 milljónir. Nú væri verið að leggja til 35 milljóna króna lækkun til viðbótar. Hvatti hann þingmenn til að fella tillöguna.

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, sagði að málflutningur stjórnarandstöðunnar væri með ólíkindum. Þessi tillaga fæli ekki í sér lækkun á vasapeningum heldur væri verið að færa upphæðina að áætlun um útgjöld vegna vasapeninga. Á móti hefði meirihluti þingsins fyrr í dag samþykkt  200 milljóna króna hækkun á ummönnunargreiðslum.

Tillaga ríkisstjórnarinnar var loks samþykkt með 33 atkvæðum gegn 27.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert