Vöruverði breytt fyrir jólin

Verðbreytingar virðast enn meiri í smásöluverslun i desember.
Verðbreytingar virðast enn meiri í smásöluverslun i desember. Reuters

Hagkaup hækkaði vöruverð á tugum vara í sérvörudeild sinni í gær, frá nær 5% og upp í tæp 54% samkvæmt blaði sem viðskiptavinur rakst á í Kringlunni í gær og sendi á Morgunblaðið. Þar virðast valdar úr þær vörur í  sérvöru sem er algengt að fólk vanti strax á síðustu metrum jólaundirbúningsins, svo sem límband, merkimiða og  hnotur af gjafaböndum. Einnig eru vinsælir geisladiskar og DVD myndir hækkaðar.

Sem dæmi þá hækkar límband úr  kr. 225 í kr. 285 eða  um tæp 27%, jólamerkilímmiðar um rúm 10%. Geisladiskurinn Oft spurði ég mömmu, hækkar um heilar 700 krónur og fer úr kr. 1299 í kr. 1999 sem er nær 54% hækkun. Eina varan sem lækkar samkvæmt þessum lista er DVD diskurinn Út og suður 5 en hann lækkar um rétt rúm 9%. 

Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa segir leiðinlegt að blað þar sem fleiri verð séu að fara upp en niður hafi borist út en hins vegar megi ekki gleyma því að margar vörur séu að lækka og tekur þar dæmi um afslætti af jólaskrauti og sparifatnaði fyrir konur og börn. Hann segir stöðugt verið að breyta vöruverði í takt við markaðinn. Það sé gert daglega allan ársins hring, sérstaklega á öllum smásölumarkaðinum í desember. „Ef verð hækkar þá hækkum við og ef það lækkar þá lækkum við“

Alþekkt að verð séu hækkuð fyrir jól

Ester Sveinbjarnardóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir alþekkt að verslanir hækki vöruverð síðustu daga og vikur fyrir jól. Síðustu vikuna fyrir jól séu verslanir að hækka vöruverð fram á síðustu stundu. Menn geti hagað verðlagningu eins og þeir vilja þar sem hún sé frjáls. Það séu ekki allir sem átti sig á því en neytendur virðist hins vegar meira vakandi fyrir þessu en áður.

Þegar Gunnari er bent er á að samkvæmt verðbreytingarblaðinu, sé þarna sé um að ræða vöru sem virðist þannig að verðvitund fólks sé lítil, þar sem fólk grípi hana á hlaupum, segir hann ákveðna verðstefnu í gangi innan Hagkaupa. „Við erum með alveg hreina verðstefnu í ritföngum, þar erum við erum með verð undir sérverslunum og meðvitað yfir lágvöruverðsverslunum. Í bókum, skemmtiefni og þvílíku að þá miðum við við lægsta á markaðinum og bókabúðirnar. Þannig að við reynum að staðsetja okkur á milli þessara aðila og til þess að halda því gerum við verðkannanir daglega.“

Gunnar segir Hagkaup vera með um 50.000 vörunúmer og yfir 6.000 verðbreytingar hafi verið gerðar í desember bæði upp og niður í umræddri verslun einni, þar á meðal lækkað verð á 1.500 vörunúmerum af jólaskrauti.  

Segir gengishækkun ekki ná að skila sér út í verðlagið

Þegar spurt er hvort samsvarandi hækkanir og sjást á verðbreytingarblaðinu, séu á matvöru í desember, segir Gunnar að verðbreytingar þar séu gerðar í takt við markaðinn í samræmi við þá verðstefnu sem Hagkaup hafi markað sér. Það sé hins vegar ljóst að kaupmenn séu ekki að ná skila gengishækkunum út í verðlagið og álagning verslunar sé í raun lægri í ár en hún var í fyrra. Það hjálpi þó smásölu á Íslandi að fleiri versli heima en áður. 

Þegar rætt er um verðbreytingar á einstökum vörum, segir Ester mjög þekkt að geisladiskar hafi hækkað upp í fullt verð rétt fyrir jól. Þá sé fólk á síðustu stundu að kaupa og þurfi að fá vöruna og geri ekki eins mikinn verðsamanburð. Sama gildi um aðrar vörur.

Ester vill ekki ganga svo langt að segja verðhækkanirnar fari gegn góðum viðskiptaháttum. Það sé hins vegar  hlutverk Verðlagseftirlitsins að upplýsa neytendur um á hvaða verðbili verslanirnar eru svo þeir geti sjálfir lagt mat á hvar þeir vilji versla.

mbl.is

Innlent »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 23/7, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4...
Suzuki Jimny
Til sölu Suzuki Jimny, upphækkaður um 5cm á 29" dekkjum. Ekinn 73 þúsund km. B.s...
 
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...