Icesave á Alþingi á morgun

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra mbl.is/Heiddi

Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 13:30 á morgun og er eina umræðuefnið ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-reikningar). Um þriðju umræðu er að ræða en stefnt er að ljúka afgreiðslu málsins fyrir áramót. Allsherjarnefnd kemur saman til fundar klukkan 10 í fyrramálið og er það skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sem verður þar til umræðu.

mbl.is