Ný stjórn Íslandsbanka skipuð

Búið er að skipa nýja stjórn Íslandsbanka og hefur Jón Sigurðsson verið skipaður stjórnarformaður bankans. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins og var haft eftir heimildum fréttastofu. Greint var frá því að beðið sé eftir samþykki Fjármálaeftirlitsins á stjórninni.

Samkvæmt frétt RÚV sitja í stjórn bankans tveir Bandaríkjamenn, Norðmaður og Breti auk þriggja Íslendinga. Einnig að mikill áhugi sé meðal kröfuhafa á sameiningu Arion banka og Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert