Alþingi samþykkti Icesave

Þingmenn fylgjast með umræðum á Alþingi í kvöld.
Þingmenn fylgjast með umræðum á Alþingi í kvöld. mbl.is/Ómar

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var samþykkt í tilfinningaþrunginni atkvæðagreiðslu á Alþingi á tólfta tímanum í kvöld með 33 atkvæðum gegn 30. Atkvæðagreiðslan tók 3 klukkustundir.

Tveir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, þau Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en aðrir stjórnarþingmenn studdu það og einnig Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 

Alls gerðu 44 þingmenn grein fyrir atkvæði sínu og voru margir harðorðir en atkvæðagreiðslan tók alls tæpar þrjár klukkustundir. Sýnishorn af ummælum þeirra fara hér á eftir:

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagðist trúa því, að sagan muni sýna að þingmenn væru að gera rétt með því að samþykkja frumvarpið. „Að endurreisn Íslands, sjálfstætt og velmegandi í samfélagi þjóðanna muni verði sönnunin. Ég mun reyna að leggja mitt að mörkum að svo verði meðan lífsandinn höktir í nösum mér og ég má vinna Íslandi nokkuð gagn."

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að landsmenn væru nú að upplifa Kópavogsfundinn árið 1662 og Þjóðfundinn 1851 og menn hlytu nú að skilja betur vanlíðan landsmanna á þeim ólánsstundum. Skelfilegt væri að sjá ríkisstjórnina leiða Ísland fram sem nýlendu Breta og Hollendinga.

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist vísa allri ábyrgð á hina ömurlegu Icesave-kommúnistastjórn.  

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagðist þakka samninganefnd Íslands fyrir að ná fram þessum góðu samningum í ömurlegu máli, sem ríkisstjórnin hefði fengið í arf frá fyrri ríkisstjórn. 

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist ekki geta séð hvernig Íslendingar ættu að geta staðið undir þeim skuldbindingum, sem þeir hefðu þegar undirgengist, og því væri vonlaust að þeir geti bætt þeim skuldbindingum við, sem felast í Icesave.

Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að erfitt, flókið og risastórt mál væri nú leitt til lykta og að baki væri vönduð umfjöllun. Sagðist Guðbjartur velja skásta kostinn í stöðunni og samþykkja frumvarpið,  vitandi að íslenska þjóðin hefði alla burði til að standa undir þessum skuldbindingum og geti horft björtum augum til nýs árs.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að menn sætu uppi með verstu samningsmistök Íslandssögunnar og það ekki einu sinni heldur tvisvar.  

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, sagði frelsarinn hefði þurft að bera syndir mannanna. Eins þyrftu heiðarlegir Íslendingar  að axla skuldbindingar útrásarvíkinganna og pólitískra meðreiðarsveina þeirra með því að taka pólitíska ábyrgð á Icesave-skuldbindingum Landsbankans og drekka þennan kaleik þótt beiskur sé.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að ríkisstjórnin væri vanhæf og það væru þingmenn hennar, sem þyrftu að bera þann kross sem Icesave-skuldbindingarnar væru.

Illugi Gunnarsson sagði að þingmönnum væri ekki heimilt að láta beygja þjóðina með þessum hætti undir erlend ríki og það væri hörmulegt að þingmenn skyldu ekki hafa náð samstöðu um það. 

Magnús Orri Scram, Samfylkingunni, sagði að brennuvargarnir ættu ekki að flækjast fyrir slökkvistarfi. Icesave-skuldbindingin núvirt væri um 200 milljarðar eða 10-20% af heildarskuldum ríkisins. Skuldin vegna slæmrar stjórnar Seðlabankans síðustu mánuði fyrir hrun væri 270 milljarðar og Íslendingar væru þegar byrjaðir að greiða af henni.

Margrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni, sagði að sér hugnaðist ekki að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið. Íslendingar geti ekki tekið þessar byrðar á sig án þess öryggisbúnaðar, sem þingið smíðaði í sumar. 

Pétur Blöndal sagði nei, nei, nei og það gerði einnig Unnur Brá Konráðsdóttir. Hún og fleiri stjórnarandstæðingar sögðu, að greinilegt samhengi væri á milli þessa máls og umsóknarinnar um aðild að Evrópusambandinu.

Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að mistekist hefði að afgreiða þetta mál þannig að sómi væri að. Það væri hins vegar upphafið að nýrri byrjun með því að samþykkja frumvarpið.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist hafa verið afar ósáttur með það hvernig fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hélt á Icesave-málinu en það hefði samt verið mun mynduglegra en núverandi ríkisstjórn hafi gert. 

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði að verið væri að greiða atkvæði um breytingartillögur Breta og Hollendinga við lög sem Alþingi setti í sumar. 

Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður, sagðist samþykkja nauðungarsamning fullur trega en minnti jafnframt á að sú lagalega skuldbinding, sem fylgi nauðungarsamningum, sé einskis virði.

Ögmundur Jónasson, VG, sagði að í kvöld hefði verið brugðið spegli yfir þingið og í honum sæist ekki aðeins þinghaldið nú heldur einnig á undangengnum þingum. Þar væri ýmislegt kunnuglegt en með öfugum formerkjum og menn þyrftu að læra af mistökum sínum. 

Arndís Soffía Sigurðardóttir, VG, sagði að Alþingi hefði þverpólitískt fallið á prófinu í Icesave-málinu en hún væri samt sannfærð um að niðurstaðan nú væri skásti kosturinn í stöðunni. 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingunni, sagði að  stjórnarandstæðingar væru í djúpri afneitun vegna þess að þeir hefðu notað 180 stundir til að berja höfðinu við steininn og vildu ekki horfast í augu við afleiðingar gerða sinna. Sagðist Sigríður vonast til þess að þingmenn fylki nú liði með þeim sem trúi á bjarta framtíð íslensku þjóðarinnar.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist ósátt við niðurstöðuna í Icesave-málinu. Umræðurnar hefðu verið harkalegar og mörg þung orð fallið á báða bóga. Sagði hún að sér líkaði heldur illa við þær sakbendingar sem oft á tíðum hafi fallið í umræðunni. Bæði stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar hefðu reynt að gera sitt besta og menn ættu því að halda reisn sinni og ró virða hver annan þótt tímar væru erfiðir.

Tryggvi Þór Herbertsson og Lilja Mósesdóttir greiddu bæði atkvæði gegn ...
Tryggvi Þór Herbertsson og Lilja Mósesdóttir greiddu bæði atkvæði gegn frumvarpinu. mbl.is/Ómar
Ólína Þorvarðardóttir studdi frumvarpið en Ögmundur Jónasson var andvígur því.
Ólína Þorvarðardóttir studdi frumvarpið en Ögmundur Jónasson var andvígur því. mbl.is/Ómar
Þingmenn á Alþingi í kvöld.
Þingmenn á Alþingi í kvöld. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað Dr. Gylfa Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »

Bálhvasst við Höfða

16:16 Það er farið að blása hressilega á höfuðborgarsvæðinu en enn ein lægðin í febrúar gengur yfir landið síðdegis og í kvöld. Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa við Höfðatorg þegar ljósmyndara bar þar að garði nú fyrir stundu. Meira »

Skiptu um sæti eftir fíkniefnaakstur

15:34 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 15 mánuði. Stöðvaði lögreglan manninn á Reykjavíkurvegi í apríl 2016, en þá höfðu lögreglumenn mætt bílnum og strax þekkt ökumanninn. Meira »

Hætta á skriðuföllum

15:58 Veðurstofan varar við því að aukin hætta er á skriðuföllum vestan frá Eyjafjöllum og austur á Austfirði vegna mikillar úrkomu. Vonskuveður gengur yfir allt landið í dag og kvöld en spár gera ráð fyrir roki og rigningu um nánast allt land. Meira »

Sunna Elvira komin til Sevilla

15:31 Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir, sem hef­ur legið lömuð á sjúkra­húsi í Malaga á Spáni und­an­far­inn mánuð í kjöl­far falls, er komin á bæklunarspítala í Sevilla. Hún var flutt þangað frá Malaga í morgun og gekk flutningurinn vel. Meira »

Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion

15:28 Fjármálaráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Meira »

Vildi skipa 2. sæti listans

15:18 „Mér líst vel á nýju konurnar á framboðslistanum og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Meira »

Orsakir slyssins enn óljósar

15:09 Rannsókn lögreglunnar á banaslysinu við höfnina á Árskógssandi í fyrra er á lokastigi. Rannsóknin hefur ekki leitt í ljós afgerandi niðurstöðu um orsakir slyssins. Svo virðist sem bifreiðinni hafi ekki verið hemlað áður en hún lenti út af bryggjunni og í sjóinn. Ekkert bendir til bilunar í bifreiðinni. Meira »

14 bjóða sig fram í Hafnarfirði

14:58 Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor rann út í vikunni en kjörnefnd bárust fjórtán framboð. Allir fimm bæjarfulltrúar flokksins sækjast eftir endurkjöri. Prófkjörið fer fram laugardaginn 10. mars næstkomandi. Meira »

Hærra fargjald vegna útboðs Isavia

14:32 Fargjald Flugrútunnar sem sinnir rútuferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hækkar í 2.950 krónur um næstu mánaðarmót.  Meira »

„Velur ekki bara stjörnur“

13:56 „Ég er ánægður með niðurstöðuna. En eftir að við höfðum gengið frá vinnunni þá lak heilmikið út um listann sem voru auðvitað vonbrigði,“ segir Sveinn H. Skúlason, formaður kjörnefndar um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Meira »

Björgunarsveitir eru á tánum

14:55 Björgunarsveitir hafa verið sendar í eitt útkall vegna þakplötu sem hafði losnað. Leiðindaveður gengur yfir allt landið seinni partinn í dag og kvöld. Þegar er farið að hvessa all hressilega á suðvesturhorninu og fer vindhraði til að mynda í 32 m/s í hviðum á Kjalarnesi. Meira »

Flugvallarvinir þrátt fyrir breytt nafn

14:30 Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun ekki bjóða sig fram undir merkjum flugvallarvina líkt og flokkurinn gerði í síðustu sveitarstjórnarkosningum, en áherslur hans í málefnum Reykjavíkurflugvallar verða áfram hin sömu. Meira »

Stormur og leiðindi í kvöld

13:26 „Rigningin er að magnast upp fyrir suðaustan og það er orðið hvasst alveg syðst,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Leiðindaveðri, roki og rigningu, er spáð um allt land síðdegis og í kvöld. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6; 23/7, 3/...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarame.og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalagn...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...