Guðbjarti misboðið

Guðbjartur Hannesson í ræðustól á Alþingi í dag
Guðbjartur Hannesson í ræðustól á Alþingi í dag mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fundur hófst á Alþingi klukkan 15 í dag eftir að þingfundum hafði verið margfrestað. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, fór þá yfir atburðarásina í Icesave-málinu frá því í gær þegar gögn fóru að berast frá lögfræðistofunni Mishcon de Reya og sagði hann að sér væri misboðið eftir samskipti sín við lögfræðistofuna.

„Klukkan 21:12 í gærkvöldi komu lokaskjölin, 25 skjöl, þar sem segir að um sé að ræða lokaskjölin í málinu... Það var augljóst að menn töldu að í bréfi, sem fylgdi með frá lögfræðistofunni, hafi verið ýjað að því að það væru fleiri gögn í málinu og það var niðurstaðan að í dag að það yrði hringt til Mishcon de Reya og reynt að kalla eftir því hvað þeir ættu við með þessu.

Það verður að segjast eins og er, að þetta hefur verið afar dapurlegur framgangsmáli því þá kom í ljóst, að þótt menn væri að ýja að þessu í gögnum þá hafði stofan ekkert sérstakt í huga.  Þegar við fórum að kalla eftir þessu voru þeir tilbúnir til að setjast við tölvuna og leita að skjölum fyrir Alþingi Íslendinga. Þegar við fórum að fá eitt og eitt skjal eftir klukkutíma bið vegna þess að ekki var hægt að ná tölvusambandi, þá sagði ég stopp. Ég tek ekki þátt í þessum leik," sagði Guðbjartur.

Hann sagði að meðal þeirra 25 skjala, sem komu í gærkvöldi hefðu verið gögn úr breska þinginu og frá lögfræðistofunni Lovells en ekkert, sem átti uppruna hjá Mishcon de Reya.  „Ég verð að viðurkenna, að framgangsmátinn í þessu máli var með slíkum eindæmum að mér var gersamlega ofboðið," sagði Guðbjartur.  

Mikilvæg gögn að berast

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að það væri lenska hjá ríkisstjórninni að gera lítið úr öllum sem komi með athugasemdir eða ábendingar. Þá væri alveg ljóst, að eftir að Guðbjartur sagði stopp og fór af fundi og nennti ekki að bíða lengur eftir tölvupóstum þá hefðu borist upplýsingar sem þingmenn yrðu að fá tíma til að fara yfir.  Um væri að ræða mat Mishcon de Reya á samningsstöðu Íslands og hvernig hefði verið haldið á þeirri stöðu. 

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði óumdeilt, að fengist hefðu fyllri upplýsingar um málið þótt óvíst væri hvernig þær myndu gagnast. Kristján sagði, að þær upplýsingar leiði til þeirrar niðurstöðu að hægt hefði verið að vinna betur að málinu en gert var. Einnig hefðu upplýsingarnar leitt í ljós að ákveðin átök væru inni í íslenskri stjórnsýslu.

Svavar ekki kallaður á fund

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að því hefði ekki enn verið svarað hvort það væri rétt eða rangt að íslenskur embættismaður hafi falið mikilvægar upplýsingar fyrir utanríkisráðherra. Þá spurði Guðlaugur Þór hvort formaður fjárlaganefndar ætlaði að láta embættismanninn komast upp með að mæta ekki á fund nefndarinnar. 

Guðbjartur svaraði, að það hefði orðið niðurstaða nefndarinnar í nótt, að Svavar Gestsson yrði ekki boðaður á fund nefndarinnar heldur yrði þess farið á leit að hann skilaði skriflegu álit. Því hefði Svavar ekki neitað að mæta á fund nefndarinnar vegna þess að hann var ekki kallaður fyrir nefndina.

mbl.is

Innlent »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »

Lambahryggir vógu að rótum hjartans

18:30 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi ráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni á Hólahátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í samtali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hugleiðingum um hin ýmsu mál. Meira »

Útkall vegna brimbrettakappa

17:59 Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Siglufirði voru kallaðar út síðdegis vegna brimbrettakappa sem voru komnir í ógöngur við fjöruna við Kleifarveg í Ólafsfirði. Þeir komust sjálfir í land. Meira »

Þvoi bíla frekar á þvottaplönum

17:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur beinir því til íbúa borgarinnar að bílaþvottur með efnum við heimahús sé alls ekki æskilegur, eftirlitið fær á hverju ári ábendingar um mengun sem berst með ofanvatni í árnar, vötnin og strandsjóinn í Reykjavík. Meira »

Vetraráætlun tekur gildi á morgun

17:35 Vetraráætlun Strætó tekur gildi á morgun og verða þá ákveðnar breytingar gerðar á leiðakerfi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Heimsókn eftir sjö áratugi

17:30 Fjarlægð og tími fá ekki grandað fallegum vinskap vinkvennanna Ásu Jónsdóttur og danskrar æskuvinkonu hennar Anne Lise Caiezza. Nú, tæpum sjö áratugum síðar er Anne Lise loks komin í heimsókn til Íslands í fyrsta sinn. Meira »

Fékk áfall þegar hann sá myndbandið

16:35 Ugg setur að íbúum í Vesturbænum eftir að íbúi á Álagranda birti myndband af bréfbera sem reyndi að fara inn á heimili hans að næturlagi. Póstdreifing sá til þess að bréfberanum yrði vikið úr starfi. Meira »

Hvað viltu vinkonu minni?

15:50 „Fram að þessu höfum við ekki haft tækjabúnað til að kanna nákvæmlega hversu langt kríurnar fara, hvaða leiðir þær fara og hversu oft þær stoppa á leiðinni, ef þær stoppa þá yfirleitt, hvað þær eru lengi á leiðinni og hversu hátt þær fljúga, svo dæmi sé tekið.“ Meira »

Leit með kafbáti ekki borið árangur

14:50 Leit að líki belgíska ferðamannsins sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn í vikunni hófst að nýju klukkan níu í morgun og stendur enn yfir. Í dag hefur leitin einungis farið fram með litlum kafbáti eða neðansjávardróna sem stjórnað er af tveimur mönnum í báti. Meira »

Launahækkanir ríkisforstjóra „sláandi“

13:27 „Mér finnst mest sláandi við þetta hvað það er við fyrstu sýn mikið ósamræmi í launaákvörðunum eftir fyrirtækjum. Það er merkilegt að sjá að það virðist ekki vera nein samræmd stefna ríkisins hvað varðar þessi mál,“ segir þingmaður Viðreisnar, um launahækkanir ríkisforstjóra síðustu tvö ár. Meira »

Okjökull kvaddur með viðhöfn

12:48 „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok en hann er fyrstur íslenskra jökla til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem í dag er viðstödd fjölmenna minningarathöfn um Okjökul í Borgarfirði. Meira »

Samband Íslands og Þýskalands

12:15 „Þessar heimsóknir leiðtoga Þýskalands leiða hugann að margþættu sambandi ríkjanna tveggja, Íslands og Þýskalands, sem á sér aldalanga sögu,“ skrifar Svana Helen Björnsdóttir í tilefni af komu Angelu Merkel Þýskalandskanslara til Íslands á morgun. Meira »

Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

08:48 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það sé ef til vill skynsamlegt að leggja niður útvarpsgjaldið og setja starfsemi RÚV alfarið á fjárlög. Honum líst vel á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, en segir það aðra umræðu hvort „bæta“ þurfi ríkisfyrirtækinu tekjutapið. Meira »

Leituðu að vopnuðum manni

07:32 Fjölmennt lögreglulið leitaði að vopnuðum manni í Breiðholti í gærkvöldi og í nótt, en um kl. 23 í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um að maður væri á ferð í hverfinu með haglabyssu. Meira »

Eldur eftir flugeldasýningu í Hveragerði

07:24 Talsverður eldur kviknaði í gróðri í Hveragerði laust fyrir kl. 23 í gærkvöldi, við skotpall flugeldasýningar sem þar var haldin í tilefni bæjarhátíðar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri birti myndskeið af slökkvistarfinu. Meira »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Bækur til sölu
Til sölu ýmsar áhugaverðar bækur um ættfræði og byggðasögu, þjóðsögur og ýmsan a...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Falleg íbúð á Keilugranda
Falleg 2ja herb. íbúð á Keilugranda til langtímaleigu frá 1. sept. Fyrir reyklau...