Edda Heiðrún maður ársins

Edda Heiðrún Backman málar með munninum.
Edda Heiðrún Backman málar með munninum.

Edda Heiðrún Backman, leikkona, var kjörin maður ársins af hlustendum Rásar 2. Hún fékk 541 atkvæði í kjörinu en Steingrímur J. Sigfússon,  fjármálaráðherra, varð í 2. sæti með 467 atkvæði og Eva Joly var í 3. sæti með 113 atkvæði.

Edda Heiðrún vakti mikla athygli á árinu þegar hún beitti sér fyrir fjáröflun fyrir Grensásdeild Landspítala en Edda Heiðrún þjáist af MND hreyfitaugungahrörnun. Hún sagði við Rás 2, að hún liti á þetta sem heillavænlegt skref fyrir Íslendinga og lýsti því hve allir væru tilbúnir til að standa saman um velferðina og heilbrigðismálin.

Guðmundur Sesar Magnússon, sem lést í sjóslysi í desember, var í 4. sæti í kjörinu, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona var í 5. sæti og Jóhanna Sigurðarsdóttir, forsætisráðherra, varð í 6. sæti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert