Fréttaskýring: Skattur á langveikt fólk

Kona ein sem barðist við krabbamein árin 2002 til 2004 hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu, til endurgreiðslu á tekjuskatti af sjúkdómatryggingu. Mál hennar hefur verið þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur og verður fyrsta fyrirtaka líklega um miðjan janúar. Áður hafa bæði skattstjórinn á Reykjanesi og yfirskattanefnd ákveðið að tryggingaféð sé skattskylt. Konan krefst þess einnig að úrskurður yfirskattanefndar verði felldur úr gildi.

Sjúkdómatrygging er greidd út sem eingreiðsla og hefur lengi verið sett í svipaðan flokk og líftrygging í lögum. Greiðslan hleypur oft á nokkrum milljónum króna og er yfirleitt ekki bundin miklum skilyrðum um hvernig henni er varið. Sumir nota hana til að auðvelda sér að minnka álag í vinnu og aðrir til að gera nauðsynlegar breytingar á húsnæði sínu í kjölfar heilsutjónsins. Nokkur líftryggingafélög, bæði innlend og erlend, hafa selt þessar tryggingar hér á landi.

Um mikla hagsmuni er að ræða. Í minnisblaði sem Samtök fjármálafyrirtækja lögðu fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis fyrir jól kemur fram að um 44.000 tryggingaskírteini af þessu tagi eru í gildi í landinu. Oft eru fleiri en einn og fleiri en tveir tilgreindir á hverju þeirra. Málið varðar því stóran hluta þjóðarinnar. Í sama minnisblaði kemur fram að á hverju ári fá tæplega 100 manns greiddar bætur úr sjúkdómatryggingum og tryggingafélög í SFF, semsagt aðeins þau innlendu, greiða 350 til 400 milljónir króna í slíkar bætur á ári.

Árið 2008 taldi konan tryggingaféð, rúmar fimm milljónir kr., fram sem skattfrjálsar tekjur. Skattstjóri gerði athugasemd við að hún teldi greiðsluna skattfrjálsa. Samþykkti konan að greiða skattinn, tæpar 1,8 milljónir króna, með fyrirvara.

„Þessar tryggingar hafa verið seldar hérna frá árinu 1996. Svona hefur framkvæmdin verið. Tryggingafélögin hafa ekki tekið af þessu staðgreiðslu eins og þau gera með slysa- og sjúkratryggingar og ýmsar aðrar skattskyldar tryggingar. Auðvitað hafa skattyfirvöld vitað af þessum tryggingum,“ segir Hjördís E. Harðardóttir hæstaréttarlögmaður, sem fer með málið fyrir konuna. Málið setji þessa tryggingagrein, eins og hún leggur sig, í talsvert uppnám.

Mismunandi skilgreiningar á sama fyrirbæri

Í lögum um tekjuskatt frá árinu 2003 er tekið fram, í A-lið 7. greinar, að vátryggingafé vegna sjúkdóms teljist til skattskyldra tekna. Í það ákvæði vísa skattayfirvöld í þessu máli. Þ.e. að sjúkdómatryggingar séu „vátryggingafé vegna sjúkdóms“.

Hins vegar er í sömu lögum tekið fram að eignaauki, sem verður til vegna greiðslu líftryggingafjár, teljist ekki til tekna, þegar bæturnar eru greiddar út í einu lagi. Í þetta vísar konan og einnig í það að samkvæmt lögum um vátryggingasamninga frá 2004, segir að „heilsutryggingar án uppsagnarréttar“ teljist til líftrygginga.

Sjúkdómatrygging er yfirleitt án uppsagnarréttar og ætti samkvæmt því, sem líftrygging, að vera skattfrjáls.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kalt um allt land á morgun

Í gær, 22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Í gær, 22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

Í gær, 21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

Í gær, 21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

Í gær, 20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

Í gær, 19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

Í gær, 19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

Í gær, 19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

Í gær, 19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

Í gær, 19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

Í gær, 18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

Í gær, 18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

Í gær, 18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

Í gær, 17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

Í gær, 17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

Í gær, 18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

Í gær, 17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

Í gær, 17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.000,-
Stapi er nýtt hús frá 2017 sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan mark...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...