Stjórnmálamenn hvetja til samstöðu

Þingmenn á Alþingi.
Þingmenn á Alþingi. mbl.is/Heiðar

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna líta yfir árið sem er að líða og horfa einnig fram á veginn í áramótagreinum í Morgunblaðinu í dag. Hvetja þeir til samstöðu um þau brýnu viðfangsefni, sem bíða á nýju ári og leggja jafnframt áherslu á þá möguleika sem fyrir hendi eru. 

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir m.a. í sinni grein, að við  áramót sé henni efst í huga þakklæti til almennings í landinu.

„Styrkur íslensks samfélags hefur komið vel í ljós í skynsamlegum viðbrögðum fólks við efnahagserfiðleikum í kjölfar gengishruns og falls bankanna. Við erum ung þjóð sem býr að ríkulegum auðlindum á landi og í sjó, góðu mennta- og heilbrigðiskerfi og við höfum sýnt fyrirhyggju með því að leggja til hliðar í lífeyrissjóði og séreignarsparnað. Við höfum því fullt afl til þess að takast á við þá tímabundnu erfiðleika sem við nú erum að ganga í gegnum," segir Jóhanna. „Ég þakka landsmönnum fyrir dugnað og þrautseigju á árinu 2009 og óska þeim árs og friðar. Megi árið 2010 verða ár uppgjörs, réttlætis og sátta, upphafsár nýrrar sóknar til sjálfbærra og stöðugra lífskjara eins og þau gerast best."

Skýr kaflaskil við fortíðina

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir meðal annars í sinni grein, að nauðsynlegt sé að við þessi áramót verði gerð skýr kaflaskil við fortíðina.

„Nú skal hefjast kaflinn þar sem hið nýja Ísland rís úr öskustó frumbernsku síns fullveldis og þroskast sem stolt, sjálfstæð, friðelskandi smáþjóð sem axlar sína ábyrgð og skuldbindingar jafnhliða því að standa fast á rétti sínum. Sú þrautaganga sem við erum að ganga í gegnum mun aðeins verða til þess að styrkja okkur svo fremi við ýtum allri vanmáttarkennd til hliðar. Árið 2015 eða 2025 munum við líta til baka og hugsa stolt til þess hvernig við gengum í gegnum kreppuna, lögðum okkar af mörkum og gleðjast yfir því að það hafi tekist. Aðalatriðið er að þegar til baka verður litið þá gengu þessi „móðuharðindi“ yfir þótt af mannavöldum væru rétt eins og önnur og þjóðin sigraðist á þeim með þolgæði sínu og þrautseigju."

Verðum að vera stórhuga

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingar verði að vera stórhuga og grípa þau tækifæri sem búa í landi okkar og þjóð.

„Við verðum að snúa vörn í sókn og vinna okkur í sameiningu út úr vandanum. Engum ætti að dyljast að til þess þurfum við að nýta auðlindir landsins til verðmætasköpunar og atvinnuuppbyggingar. Atvinna er forsenda þess að fólkið í landinu geti staðið við skuldbindingar sínar og veitt fjölskyldum sínum viðunandi lífsgæði, velferð og öryggi. Þetta er það leiðarljós sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur starfað eftir og mun gera áfram," skrifar Bjarni meðal annars.

Mikilvægt að þingmenn nái saman

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að þrátt fyrir harðar deilur á árinu sem er að líða sé mikilvægt að þingmenn nái saman um mikilvæg verkefni sem óunnin eru og skipta muni sköpum um framhald og framvindu næstu ár.

Sigmundur Davíð nefnir þrjú atriði sem þoli enga bið:

  • Endurreisn trúverðugleika, trausts og sáttar í samfélaginu
  • Endurreisn heimila
  • Endurreisn atvinnulífs

„Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að vinna með öðrum stjórnmálaflokkum, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, við að ná víðtækri sátt um brýnustu úrlausnarefnin. Látum verða kaflaskil á nýju ári og tökum saman höndum og göngum einbeitt og samstiga til móts við bjartari tíma. „Vilji er allt sem þarf“ – og þrautseigja," skrifar Sigmundur Davíð.

Upp úr hefðbundnum skotgröfum

Birgitta Jónsdóttir, formaður þinghóps Hreyfingarinnar, segir að á tímum sem þessum sé mikilvægt að ráðamenn komi sér upp úr hefðbundnum skotgröfum og vinni saman að úrlausnum.

„Ef næsta ár á að verða í þágu endurreisnar verður að endurskoða hvort þörf sé á áframhaldandi skuldsetningu með aðstoð AGS og vina okkar í norðri. Það þarf að endurskoða hvort þetta er rétti tíminn til að ganga í ESB. Við sem eigum að vera varðhundar almennings í þingsölum verðum að tryggja að samhæfðar aðgerðir til aðstoðar heimilunum í landinu verði að veruleika með því t.d. að leiðrétta stökkbreyttan höfuðstól lána. En það þarf líka að verða samkomulag um að standa vörð um það velferðarkerfi sem við búum við og tryggja að fyrirtæki verði ekki kæfð í flóknu og oft á tíðum óréttlátu skattakerfi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrír fluttir á sjúkrahús

09:36 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna. Meira »

Sóley aðstoðar Ásmund

09:25 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Samstarfsnefnd um sóttvarnir fundar

09:10 Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir mun funda í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í neysluvatni í Reykjavík.  Meira »

Spurt & svarað um neysluvatn

08:21 Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatn og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar séu hættulegir. Meira »

Skyrið í 20 tonna útrás

08:18 Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr. Meira »

Miklar tafir á umferð vegna slyss

08:17 Þrír eru slasaðir eftir tveggja bíla árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar (við golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti). Búast má við miklum töfum á umferð. Meira »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

07:57 Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Meira »

Vonskuveður á leiðinni

07:21 Hríðarbakki með hvössum norðvestan vindi og jafnvel stormi allt að 18-22 m/s stefnir á Vestfirði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun. Mjög hefur snjóað þar í alla nótt. Veðrið versnar mjög um níuleytið. Meira »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

05:55 Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Davíð Oddsson sjötugur

05:30 Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

05:30 „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Eiríkur situr ekki áfram

05:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Meira »

Um 43% hærri en árið 2013

05:30 Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Meira »

1% nemenda ógnar og truflar mjög

05:30 Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Meira »

Skoða næringu mæðra á meðgöngu

05:30 Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.  Meira »

Vilja bjóða nemendum aukið val

05:30 „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“ Meira »

Íbúar á Seltjarnarnesi sjóði neysluvatn

00:22 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis segir að fjölgun jarðvegsgerla hafi mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Í varúðarskyni mælir eftirlitið með því að neysluvatn á Seltjarnarnesi sé soðið fyrir viðkvæma neytendur. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
 
Uppboð á skipi
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...